Fréttaskýring: Þræðir seðlabankamanna liggja víða Magnús Halldórsson skrifar 30. desember 2012 23:47 Ben Bernanke, formaður stjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna. Þræðir margra af valdamestu seðlabankastjórum heimsins liggja saman í gegnum alþjóðlegt samstarf seðlabanka, sem hefur stóraukist eftir að þrengja tók að fjármálamörkuðum um nær allan heim, um mitt ár 2007. Frá haustmánuðum 2008 hefur samstarfið aukist jafnt og þétt, ekki síst í gegnum starfsemi Alþjóðagreiðslubankans í Basel.Reglulegir fundir Blaðamennirnir Jon Hilsenrath og Brian Blackstone hjá Wall Street Journal (WSJ) fjalla um þetta samstarf í fréttaskýringu sem birtist í blaðinu 12. desember. Í henni kemur fram að seðlabankastjórar og starfsmenn stærstu seðlabanka heimsins hittist á tveggja mánaða fresti á fundi í Basel í Sviss, og ræði um stöðu efnhagsmála og þá einkum aðgerðir seðlabanka. Leynd hvílir yfir fundunum, það er hvenær boðað er til þeirra, til þess að hindra óeðlileg áhrif á markaði.Er verið að gera réttu hlutina? Í fréttaskýringunni er m.a. rætt við hinn virta prófessor í hagfræði við Harvard háskóla, Kenneth Roggoff. Hann segir að ekki sé enn hægt að dæma um hvort aðgerðir seðlabanka á krepputímunum í heiminum hafi reynst réttar, tíminn eigi eftir að leiða það í ljós. Hins vegar sé starfsemi seðlabanka orðin áhættumikil, fyrst og síðast vegna þess að seðlabankar séu að feta sig áfram eftir slóð sem hafi ekki verið farin áður. „Mun sagan sýna að seðlabankar gerðu of lítið eða of mikið? Við vitum það ekki," segir Roggoff.Ríflega tvöföldun á fimm árum Þegar kemur að áhættusömum rekstri seðlabanka, þá er seðlabanki Bandaríkjanna óneitanlega sér á báti. Frá árinu 2007 hafa eignir hans á markaði aukist gríðarlega hratt. Árið 2007 nam virði þeirra tæplega 8 þúsund milljörðum dala, en í dag nema þær tæplega 20 þúsund milljörðum dala (Dalurinn jafngildir 128,9 krónum miðað við gengi dagsins í dag). Á fimm árum hafa þær ríflega tvöfaldast. Ástæðan eru gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir bankans við að halda fjármálakerfi Bandaríkjanna, og raunar heimsins, gangandi með ýmsum hætti. Að miklu leyti eru eignirnar bundnar í opinberum verðbréfum, bandarískum ríkisskuldabréfum og húsnæðislánaverðbréfum, að því er segir í fréttaskýringu WSJ. Í henni kemur fram að bandaríski seðlabankinn kaupi húsnæðislánatryggingar (mortage-backed securities) fyrir 40 milljarða dala í hverjum mánuði. Þetta sé ekki auðveld staða við að eiga, og erfitt að spá fyrir um hver verði langtímaáhrifin, að því er fram kemur í skýringu WSJ.Með bakgrunn úr MIT Þegar sérstaklega er horft til þess hverjir það eru sem sitja hina reglulegu fundi valdamestu seðlabankamanna heimsins, kemur í ljós að þræðir margra þeirra hafa legið saman í háskólanámi við sömu hagfræðideildina, MIT í Boston. Á meðal þeirra sem oftast hafa setið samráðsfundi seðlabankastjórana eru Ben Bernanke, seðlabankastjóri bandaríska seðlabankans, Mario Draghi, forseti bankastjórnar Seðlabanka Evrópu, Mervyn King, sem þar til nýlega var árum saman seðlabankastjóri Englandsbanka (Seðlabanka Bretlands), Stanley Fischer, seðlabankastjóri Ísrael, og Jeremy Stein, einn æðsti stjórnandi bandaríska seðlabankans. Bernanke, Draghi og Stein eru allir með doktorspróf í hagfræði frá MIT. Fischer var í 21 ár prófessor við hagfræðideild MIT, frá 1973 til 1994, og King var prófessor og kennari við skólann veturinn 1983 til 1984. Fyrir utan þessa, þá má einnig nefna fjóra aðra stjórnendur hjá bandaríska seðlabankanum sem eru með doktorspróf frá hagfræðideild MIT. Það eru William English, yfirmaður peningamálasviðs, Steven Kamin, yfirmaður alþjóðasviðs, David Wilcox, yfirmaður efnahagsgreininga, og Michael Gibson, sem er yfirmaður bankaeftirlits seðlabankans. Sjá má fréttskýringu WSJ hér. Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þræðir margra af valdamestu seðlabankastjórum heimsins liggja saman í gegnum alþjóðlegt samstarf seðlabanka, sem hefur stóraukist eftir að þrengja tók að fjármálamörkuðum um nær allan heim, um mitt ár 2007. Frá haustmánuðum 2008 hefur samstarfið aukist jafnt og þétt, ekki síst í gegnum starfsemi Alþjóðagreiðslubankans í Basel.Reglulegir fundir Blaðamennirnir Jon Hilsenrath og Brian Blackstone hjá Wall Street Journal (WSJ) fjalla um þetta samstarf í fréttaskýringu sem birtist í blaðinu 12. desember. Í henni kemur fram að seðlabankastjórar og starfsmenn stærstu seðlabanka heimsins hittist á tveggja mánaða fresti á fundi í Basel í Sviss, og ræði um stöðu efnhagsmála og þá einkum aðgerðir seðlabanka. Leynd hvílir yfir fundunum, það er hvenær boðað er til þeirra, til þess að hindra óeðlileg áhrif á markaði.Er verið að gera réttu hlutina? Í fréttaskýringunni er m.a. rætt við hinn virta prófessor í hagfræði við Harvard háskóla, Kenneth Roggoff. Hann segir að ekki sé enn hægt að dæma um hvort aðgerðir seðlabanka á krepputímunum í heiminum hafi reynst réttar, tíminn eigi eftir að leiða það í ljós. Hins vegar sé starfsemi seðlabanka orðin áhættumikil, fyrst og síðast vegna þess að seðlabankar séu að feta sig áfram eftir slóð sem hafi ekki verið farin áður. „Mun sagan sýna að seðlabankar gerðu of lítið eða of mikið? Við vitum það ekki," segir Roggoff.Ríflega tvöföldun á fimm árum Þegar kemur að áhættusömum rekstri seðlabanka, þá er seðlabanki Bandaríkjanna óneitanlega sér á báti. Frá árinu 2007 hafa eignir hans á markaði aukist gríðarlega hratt. Árið 2007 nam virði þeirra tæplega 8 þúsund milljörðum dala, en í dag nema þær tæplega 20 þúsund milljörðum dala (Dalurinn jafngildir 128,9 krónum miðað við gengi dagsins í dag). Á fimm árum hafa þær ríflega tvöfaldast. Ástæðan eru gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir bankans við að halda fjármálakerfi Bandaríkjanna, og raunar heimsins, gangandi með ýmsum hætti. Að miklu leyti eru eignirnar bundnar í opinberum verðbréfum, bandarískum ríkisskuldabréfum og húsnæðislánaverðbréfum, að því er segir í fréttaskýringu WSJ. Í henni kemur fram að bandaríski seðlabankinn kaupi húsnæðislánatryggingar (mortage-backed securities) fyrir 40 milljarða dala í hverjum mánuði. Þetta sé ekki auðveld staða við að eiga, og erfitt að spá fyrir um hver verði langtímaáhrifin, að því er fram kemur í skýringu WSJ.Með bakgrunn úr MIT Þegar sérstaklega er horft til þess hverjir það eru sem sitja hina reglulegu fundi valdamestu seðlabankamanna heimsins, kemur í ljós að þræðir margra þeirra hafa legið saman í háskólanámi við sömu hagfræðideildina, MIT í Boston. Á meðal þeirra sem oftast hafa setið samráðsfundi seðlabankastjórana eru Ben Bernanke, seðlabankastjóri bandaríska seðlabankans, Mario Draghi, forseti bankastjórnar Seðlabanka Evrópu, Mervyn King, sem þar til nýlega var árum saman seðlabankastjóri Englandsbanka (Seðlabanka Bretlands), Stanley Fischer, seðlabankastjóri Ísrael, og Jeremy Stein, einn æðsti stjórnandi bandaríska seðlabankans. Bernanke, Draghi og Stein eru allir með doktorspróf í hagfræði frá MIT. Fischer var í 21 ár prófessor við hagfræðideild MIT, frá 1973 til 1994, og King var prófessor og kennari við skólann veturinn 1983 til 1984. Fyrir utan þessa, þá má einnig nefna fjóra aðra stjórnendur hjá bandaríska seðlabankanum sem eru með doktorspróf frá hagfræðideild MIT. Það eru William English, yfirmaður peningamálasviðs, Steven Kamin, yfirmaður alþjóðasviðs, David Wilcox, yfirmaður efnahagsgreininga, og Michael Gibson, sem er yfirmaður bankaeftirlits seðlabankans. Sjá má fréttskýringu WSJ hér.
Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira