Fótbolti

United aðeins einu sinni slegið út Real Madrid | Sigur er ávísun á Evrópumeistaratitil

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bobby Charlton og Matt Busby (fyrir miðju) fagna sigri United gegn Real Madrid í Evrópukeppni Meistaraliða árið 1968.
Bobby Charlton og Matt Busby (fyrir miðju) fagna sigri United gegn Real Madrid í Evrópukeppni Meistaraliða árið 1968. Nordicphotos/Getty
Viðureignir Manchester United og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu eru undantekningalaust markaveislur.

Liðin hafa fjórum sinnum dregist saman í Meistaradeild Evrópu eða forvera þess, Evrópukeppni Meistaraliða. Aðeins einu sinni hefur enska liðið haft betur en það ár, 1968, vann liðið sinn fyrsta Evrópumeistaratitil eftir 4-1 sigur á Benfica í framlengdum úrslitaleik á Wembley.

Í tvö af skiptunum þremur sem Real hefur haft betur hefur spænski risinn farið alla leið í keppninni. Fyrra skiptið lagði Real ítalska liðið Fiorentina 2-0 árið 1957 en það var aðeins í annað ár keppninnar.

Í síðara skiptið mætti liðið Valencia í úrslitaleik á St. Denis í París. Real Madrid vann 3-0 sigur og skoraði Steven McManaman eitt marka Real. McManaman sá um að draga liðin saman í Nyon í dag.

1956-1957

Real Madrid 3-1 Man Utd

Man. Utd 2-2 Real Madrid

Real áfram 5-3 samanlagt. Real varð Evrópumeistari

1967-1968

Man. Utd 1-0 Real Madrid

Real Madrid 3-3 Man. Utd

United áfram 4-3 samanlagt. United varð Evrópumeistari

1999-2000

Real Madrid 0-0 Man. Utd

Man Utd 2-3 Real Madrid

Real áfram 3-2 samanlagt. Real Madrid varð Evrópumeistari.

2002-2003

Real Madrid 3-1 Man. Utd

Man. Utd 4-3 Real Madrid

Real Madrid áfram 6-5 samanlagt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×