Andri Þór Björnsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er í tólfta sæti fyrir lokahringinn á Dixie Amateur mótinu á Flórída.
Eftir frábæra spilamennsku á fyrstu tveimur hringjunum fataðist Andra Þór aðeins flugið í gær. Hann spilaði hringinn á 74 höggum eða tveimur yfir pari og er á fimm höggum undir pari samanlagt.
Kollegi hans hjá GR, Arnór Ingi Finnbjörnsson, spilaði þriðja hringinn á pari og er á tveimur höggum undir pari samanlagt. Hann er í 21. sæti.
Lokahringurinn verður leikinn í dag en stöðuna í mótinu má sjá hér.

