Langflestir Íslendinga sem eiga farsíma eru með Nokia síma, eða um 43% þeirra sem eiga síma.
Hlutfallið er hins vegar mismunandi eftir því hvort um er að ræða hefðbundna síma eða snjallsíma, eftir því sem fram kemur í könnun MMR. Þannig voru 74,0% þeirra sem nota hefðbundin símtæki sem sögðust mest nota Nokia síma. Á móti voru aðeins 17,1% þeirra sem sögðust vera með snjallsíma með símtæki frá Nokia.
Flestir snjallsímaeigendur eiga hins vegar síma frá Samsung eða tæp 34%, en um 22% eiga snjallsíma frá Apple. Um 17% eiga síðan snjallsíma frá Nokia, eins og áður segir.
Svona var könnunin gerð:
Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 829 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára
Dagsetning framkvæmdar: 9.-12. október 2012.
