Tæknirisinn Google hefur birt árlega samantekt sína yfir helstu vangaveltur mannkyns. Alls voru 1.2 trilljón leitir framkvæmdar árið 2012.
Tíðarandinn samkvæmt Google er í senn áhrifamikill, ógnvænlegur og gamansamur. Árið var sannarlega viðburðarríkt og margt bar á góma.
Á heimsvísu leituðu flestir eftir upplýsingum um söngkonuna Whitney Houston sem lést á árinu. Þar á eftir kemur rapparinn Psy. Lagið Gangnam Style virðist hafa heillað okkur mannfólkið upp úr skónum.
Fárviðrið Sandy er í þriðja sæti en þar á eftir er spjaldtölva Apple, iPad 3, sem fór í almenna sölu fyrr á þessu ári.
Tölvuleikurinn Diablo III er síðan fimmta vinsælasta leitarefni Google þetta árið. Því næst kemur Katrín hertogynja af Cambridge.
Google hefur tekið saman ótrúlegt myndband sem sýnir árið í gegnum prisma leitarvélarinnar en það má sjá hér fyrir ofan.
