Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche hefur þegar slegið met sitt um fjölda seldra bíla á einu ári.
Porsche hafði selt rétt tæplega 129.000 bíla í lok nóvember s.l. Þetta eru 10.000 fleiri seldir bílar en á öllu árinu í fyrra sem þó var metár hvað söluna varðar hjá Porsche.
Í frétt um málið á vefsíðu BBC er haft eftir Bernhard Meier sölustjóra Porsche að í nóvember s.l. hafi þeir selt tæplega 40% fleiri bíla en í sama mánuði í fyrra. Það er einkum stóraukin eftirspurn eftir Porsche bílum í Kína og Bandaríkjunum sem stendur undir söluaukningunni. Á heimamarkaðinum, Evrópu, hefur salan aftur á móti minnkað um 7% á milli ára.
Í frétt BBC segir að áberandi sé að lúxusbílar og ódýrustu bílarnir seljist best þessa dagana. Á meðan Porsche og BMW upplifi góðæri sem og hinn ódýri Hyundai séu bílaframleiðendur á borð við Ford og General Motors í standandi vandræðum vegna lítillar sölu.
Porsche slær eigið sölumet

Mest lesið

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent


Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent

Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent


Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent
