Í kvöld verður heil umferð í Dominos-deild karla í körfubolta en þetta eru síðustu deildarleiki liðanna fyrir jól. Allir leikir tíundu umferðar fara fram í kvöld en um helgina verður síðan spilað í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla.
Það er mikil spenna í deildinni enda þrjú lið efst og jöfn með 14 stig og aðeins fjögur stig eru síðan niður í liðið í sjötta sætinu sem er Keflavík.
Snæfell og Þór Þorlákshöfn eru tvö af þremur liðum á toppnum með fjórtán stig og þau mætast í sannkölluðum toppslag í Hólminum. Nágrannarnir í Reykjanesbæ, Keflavík og Njarðvík, mætast á sama tíma í Keflavík en margra augu verða á þessum tveimur leikjum í kvöld.
Leikir kvöldsins: (Hefjast allir klukkan 19.15)
KFÍ - Stjarnan
Fjölnir - Grindavík
Tindastóll - ÍR
Keflavík - Njarðvík
Snæfell - Þór Þ.
Skallagrímur - KR
