Stofnandi IKEA sagður auðugasti maður heimsins 14. desember 2012 10:12 Á árlegum lista um auðugustu einstaklinganna í Svíþjóð kemur fram að Ingvar Kamprad stofnandi IKEA telst nú auðugasti maður heimsins. Það er tímaritið Veckans Affärer sem gefur út þennan lista. Á honum kemur fram að auður Kamprad er metinn á um 500 milljarða sænskra króna eða hina stjarnfræðilegu upphæð 9.500 milljarða króna. Fjallað er um málið á vefsíðunni business.dk en þar er þess getið að á sambærilegum lista yfir auðugustu menn heimsins sem Bloomberg tók nýlega saman var Kamprad í fimmta sæti og þar var auður hans metinn á nærri helmingi lægri upphæð eða 275 milljarða sænskra króna. Á lista sænska tímaritsins er auður Kamprad sagður vera um 20 milljörðum sænskra króna meiri en Carlos Slim frá Mexíkó sem hingað til hefur verið talinn auðugasti maður heimsins. Milljarðamæringum í Svíþjóð fjölgar um 11 frá því í fyrra og eru þeir orðnir 119 talsins í ár. Nýtt nafn er að finna meðal þeirra sem eru í tíu efstu sætunum á sænska auðmannalistanum. Þar er raunar um danska konu að ræða eða Mærsk erfingjann Anne Mærsk McKinney Uggla. Auður hennar er metin á 32 milljarða sænskra króna eða rúmlega 600 milljarða króna sem dugir henni í áttunda sætið á listanum. Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Á árlegum lista um auðugustu einstaklinganna í Svíþjóð kemur fram að Ingvar Kamprad stofnandi IKEA telst nú auðugasti maður heimsins. Það er tímaritið Veckans Affärer sem gefur út þennan lista. Á honum kemur fram að auður Kamprad er metinn á um 500 milljarða sænskra króna eða hina stjarnfræðilegu upphæð 9.500 milljarða króna. Fjallað er um málið á vefsíðunni business.dk en þar er þess getið að á sambærilegum lista yfir auðugustu menn heimsins sem Bloomberg tók nýlega saman var Kamprad í fimmta sæti og þar var auður hans metinn á nærri helmingi lægri upphæð eða 275 milljarða sænskra króna. Á lista sænska tímaritsins er auður Kamprad sagður vera um 20 milljörðum sænskra króna meiri en Carlos Slim frá Mexíkó sem hingað til hefur verið talinn auðugasti maður heimsins. Milljarðamæringum í Svíþjóð fjölgar um 11 frá því í fyrra og eru þeir orðnir 119 talsins í ár. Nýtt nafn er að finna meðal þeirra sem eru í tíu efstu sætunum á sænska auðmannalistanum. Þar er raunar um danska konu að ræða eða Mærsk erfingjann Anne Mærsk McKinney Uggla. Auður hennar er metin á 32 milljarða sænskra króna eða rúmlega 600 milljarða króna sem dugir henni í áttunda sætið á listanum.
Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent