Bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte hefur verið í miklum ham á HM í sundi í 25 metra laug í Istanbul í Tyrklandi en hann hefur nú sett heimsmet tvo daga í röð auk þess að vinna fjögur gull.
Ryan Lochte sló sitt eigið heimsmet í 200 metra fjórsundi á föstudagskvöldið þegar hann kom í mark á 1:49.63 mínútum en gamla metið hans var 1:50.08 mínútur og sett á Heimsmeistaramótinu í Dúbæ í desember 2010.
Lochte setti síðan heimsmet í undanúrslitum í 100 metra fjórsundi í gærkvöldi þegar hann kom í mark á 50,71 sekúndum en hann sló með því met Slóvenans Peter Mankoc frá 2009. Úrslitasundið fer fram í dag.
Lochte hefur þegar unnið tvo einstaklingsgull og tvo boðsund með bandaríska liðinu á þessu Heimsmeistaramóti. Hann getur síðan bætt við tveimur gullum í safnið í kvöld.
Setti heimsmet tvo daga í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn


Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti




Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti

