Lotus heldur Grosjean árið 2013 Birgir Þór Harðarson skrifar 18. desember 2012 21:15 Grosjean ekur áfram fyrir Lotus-liðið á komandi tímabili. Kærastan hans, Marion Jolles, er ánægð með framvindu mála. nordicphotos/afp Lotus-liðið hefur tekið ákvörðun um að nýta starfskrafta Romain Grosjean á nýjan leik árið 2013. Grosjean var harðlega gagnrýndur í sumar fyrir einstaklega óheppilega árekstra og annan óskunda í keppnum ársins. Grosjean tókst hins vegar að vinna Meistarakappaksturinn (Race of Champions, RoC) á dögunum. Til þess þurfti hann að leggja tíföldu heimsmeistarana Micheal Schumacher og Sebastian Vettel af velli, en þeir kepptu fyrir hönd Þýskalands. Grosjean var bannað að keppa í ítalska kappakstrinum í ár fyrir síendurtekin brot á brautinni og hættulegan akstur. Bannið fékk hann fyrir að aka aftan á Lewis Hamilton með þeim afleiðingum að báðir þurftu að hætta keppni, auk Fernando Alonso sem var heppinn að þurfa ekki að fara á spítala í kjölfarið. Auðvelt er að fullyrða að heimsmeistaratitill Fernando Alonso tapaðist í þessu slysi. Grosjean mun aka við hlið Kimi Raikkönen hjá Lotus á næsta ári eins og hann gerði í sumar. Max Chilton fær sénsinn hjá MarussiaNýliðinn Max Chilton hefur verið ráðinn til að aka fyrir Marussia-liðið á næsta ári við hlið Timo Glock. Chilton tekur við af Charles Pic sem hefur ráðið sig til Caterham. Chilton er tuttugu og eins árs gamall Breti sem var á mála hjá Marussia í sumar. Hann ók einnig fyrir systurlið Marussia í GP2-mótaröðinni í sumar.Max Chilton fær sénsinn hjá Marussia Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lotus-liðið hefur tekið ákvörðun um að nýta starfskrafta Romain Grosjean á nýjan leik árið 2013. Grosjean var harðlega gagnrýndur í sumar fyrir einstaklega óheppilega árekstra og annan óskunda í keppnum ársins. Grosjean tókst hins vegar að vinna Meistarakappaksturinn (Race of Champions, RoC) á dögunum. Til þess þurfti hann að leggja tíföldu heimsmeistarana Micheal Schumacher og Sebastian Vettel af velli, en þeir kepptu fyrir hönd Þýskalands. Grosjean var bannað að keppa í ítalska kappakstrinum í ár fyrir síendurtekin brot á brautinni og hættulegan akstur. Bannið fékk hann fyrir að aka aftan á Lewis Hamilton með þeim afleiðingum að báðir þurftu að hætta keppni, auk Fernando Alonso sem var heppinn að þurfa ekki að fara á spítala í kjölfarið. Auðvelt er að fullyrða að heimsmeistaratitill Fernando Alonso tapaðist í þessu slysi. Grosjean mun aka við hlið Kimi Raikkönen hjá Lotus á næsta ári eins og hann gerði í sumar. Max Chilton fær sénsinn hjá MarussiaNýliðinn Max Chilton hefur verið ráðinn til að aka fyrir Marussia-liðið á næsta ári við hlið Timo Glock. Chilton tekur við af Charles Pic sem hefur ráðið sig til Caterham. Chilton er tuttugu og eins árs gamall Breti sem var á mála hjá Marussia í sumar. Hann ók einnig fyrir systurlið Marussia í GP2-mótaröðinni í sumar.Max Chilton fær sénsinn hjá Marussia
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira