Lotus heldur Grosjean árið 2013 Birgir Þór Harðarson skrifar 18. desember 2012 21:15 Grosjean ekur áfram fyrir Lotus-liðið á komandi tímabili. Kærastan hans, Marion Jolles, er ánægð með framvindu mála. nordicphotos/afp Lotus-liðið hefur tekið ákvörðun um að nýta starfskrafta Romain Grosjean á nýjan leik árið 2013. Grosjean var harðlega gagnrýndur í sumar fyrir einstaklega óheppilega árekstra og annan óskunda í keppnum ársins. Grosjean tókst hins vegar að vinna Meistarakappaksturinn (Race of Champions, RoC) á dögunum. Til þess þurfti hann að leggja tíföldu heimsmeistarana Micheal Schumacher og Sebastian Vettel af velli, en þeir kepptu fyrir hönd Þýskalands. Grosjean var bannað að keppa í ítalska kappakstrinum í ár fyrir síendurtekin brot á brautinni og hættulegan akstur. Bannið fékk hann fyrir að aka aftan á Lewis Hamilton með þeim afleiðingum að báðir þurftu að hætta keppni, auk Fernando Alonso sem var heppinn að þurfa ekki að fara á spítala í kjölfarið. Auðvelt er að fullyrða að heimsmeistaratitill Fernando Alonso tapaðist í þessu slysi. Grosjean mun aka við hlið Kimi Raikkönen hjá Lotus á næsta ári eins og hann gerði í sumar. Max Chilton fær sénsinn hjá MarussiaNýliðinn Max Chilton hefur verið ráðinn til að aka fyrir Marussia-liðið á næsta ári við hlið Timo Glock. Chilton tekur við af Charles Pic sem hefur ráðið sig til Caterham. Chilton er tuttugu og eins árs gamall Breti sem var á mála hjá Marussia í sumar. Hann ók einnig fyrir systurlið Marussia í GP2-mótaröðinni í sumar.Max Chilton fær sénsinn hjá Marussia Formúla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lotus-liðið hefur tekið ákvörðun um að nýta starfskrafta Romain Grosjean á nýjan leik árið 2013. Grosjean var harðlega gagnrýndur í sumar fyrir einstaklega óheppilega árekstra og annan óskunda í keppnum ársins. Grosjean tókst hins vegar að vinna Meistarakappaksturinn (Race of Champions, RoC) á dögunum. Til þess þurfti hann að leggja tíföldu heimsmeistarana Micheal Schumacher og Sebastian Vettel af velli, en þeir kepptu fyrir hönd Þýskalands. Grosjean var bannað að keppa í ítalska kappakstrinum í ár fyrir síendurtekin brot á brautinni og hættulegan akstur. Bannið fékk hann fyrir að aka aftan á Lewis Hamilton með þeim afleiðingum að báðir þurftu að hætta keppni, auk Fernando Alonso sem var heppinn að þurfa ekki að fara á spítala í kjölfarið. Auðvelt er að fullyrða að heimsmeistaratitill Fernando Alonso tapaðist í þessu slysi. Grosjean mun aka við hlið Kimi Raikkönen hjá Lotus á næsta ári eins og hann gerði í sumar. Max Chilton fær sénsinn hjá MarussiaNýliðinn Max Chilton hefur verið ráðinn til að aka fyrir Marussia-liðið á næsta ári við hlið Timo Glock. Chilton tekur við af Charles Pic sem hefur ráðið sig til Caterham. Chilton er tuttugu og eins árs gamall Breti sem var á mála hjá Marussia í sumar. Hann ók einnig fyrir systurlið Marussia í GP2-mótaröðinni í sumar.Max Chilton fær sénsinn hjá Marussia
Formúla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira