Liðsmaður Kansas City Chiefs myrti unnustu sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2012 10:00 Mynd tekin fyrir utan heimili Belcher í gær. Nordicphotos/Getty Jovan Belcher, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-fótboltanum skaut unnustu sína til bana í gærmorgun. Skömmu síðar tók hann eigið líf. Samkvæmt Reuters fréttastofunni skaut Belcher, sem var 25 ára, unnustu sína sem var þremur árum yngri á heimili þeirra. Þaðan keyrði hann á æfingasvæði liðs síns og skaut sjálfan sig í þann mund sem lögreglumenn mættu á svæðið. „Þegar lögreglumennirnir mættu á svæðið og stigu úr bílnum heyrðu þeir byssuskot. Það lítur út fyrir að einstaklingurinn hafi tekið eigið líf,"sagði talsmaður lögreglunnar við fjölmiðla vestanhafs. Fram kom að þjálfari og framkvæmdastjóri félagsins hefðu verið viðstaddir sjálfsmorið. Belcher hafi hins vegar ekki ógnað þeim heldur þakkað fyrir velvild í sinn garð áður en hann miðaði skammbyssunni að eigin höfði. Talsmaður lögreglunnar staðfesti að hún hefði verið kölluð að heimili Belcher vegna skotárásar. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Belcher og unnusta hans hafi átt þriggja mánaða gamla dóttur. Þá á móðir unnustu Belcher að hafa orðið vitni að morðinu og tilkynnt lögregluyfirvöldum. „Þetta er sorglegi hlutinn af sveitalífinu í landinu okkar. Skammbyssur eru úti um allt, fólk skýtur sjálft sig og aðra. Sá tími kemur að við verðum að ná stjórn á þessu vandamáli," sagði borgarstjórinn í Kansasborg. Ákveðið hefur verið að þrátt fyrir atburði gærdagsins muni leikur Kansas City Chiefs og Carolina Panthers í Kansasborg fara fram í kvöld. Belcher samdi við Chiefs árið 2009 eftir að hafa ekki hlotið náð fyrir augum liða í nýliðavali deildarinnar. Á hans öðru ári með liðinu vann hann sér fast sæti í liðinu. Belcher hafði byrjað tíu af ellefu leikjum tímabilsins. Erlendar Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Sjá meira
Jovan Belcher, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-fótboltanum skaut unnustu sína til bana í gærmorgun. Skömmu síðar tók hann eigið líf. Samkvæmt Reuters fréttastofunni skaut Belcher, sem var 25 ára, unnustu sína sem var þremur árum yngri á heimili þeirra. Þaðan keyrði hann á æfingasvæði liðs síns og skaut sjálfan sig í þann mund sem lögreglumenn mættu á svæðið. „Þegar lögreglumennirnir mættu á svæðið og stigu úr bílnum heyrðu þeir byssuskot. Það lítur út fyrir að einstaklingurinn hafi tekið eigið líf,"sagði talsmaður lögreglunnar við fjölmiðla vestanhafs. Fram kom að þjálfari og framkvæmdastjóri félagsins hefðu verið viðstaddir sjálfsmorið. Belcher hafi hins vegar ekki ógnað þeim heldur þakkað fyrir velvild í sinn garð áður en hann miðaði skammbyssunni að eigin höfði. Talsmaður lögreglunnar staðfesti að hún hefði verið kölluð að heimili Belcher vegna skotárásar. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Belcher og unnusta hans hafi átt þriggja mánaða gamla dóttur. Þá á móðir unnustu Belcher að hafa orðið vitni að morðinu og tilkynnt lögregluyfirvöldum. „Þetta er sorglegi hlutinn af sveitalífinu í landinu okkar. Skammbyssur eru úti um allt, fólk skýtur sjálft sig og aðra. Sá tími kemur að við verðum að ná stjórn á þessu vandamáli," sagði borgarstjórinn í Kansasborg. Ákveðið hefur verið að þrátt fyrir atburði gærdagsins muni leikur Kansas City Chiefs og Carolina Panthers í Kansasborg fara fram í kvöld. Belcher samdi við Chiefs árið 2009 eftir að hafa ekki hlotið náð fyrir augum liða í nýliðavali deildarinnar. Á hans öðru ári með liðinu vann hann sér fast sæti í liðinu. Belcher hafði byrjað tíu af ellefu leikjum tímabilsins.
Erlendar Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Sjá meira