HRT gjaldþrota og keppir ekki 2013 Birgir Þór Harðarson skrifar 2. desember 2012 17:30 HRT-liðið á ekki fyrir keppnisgjöldum næsta árs og lokar því verksmiðjum sínum. nordicphotos/afp HRT-liðið mun ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári þar sem liðið er nánast gjaldþrota. Eigandi liðsins hefur verið að leita að kaupanda en enginn gerði tilboð í þetta spænska keppnislið. Liðið getur ekki tekið þátt í Formúlu 1 á næsta ári því það gat ekki borgað skráningarfé á föstudaginn. FIA innheimti hærra skráningargjald í ár en það hefur áður gert. Gjaldið sem HRT þurfti að borga hækkaði þó ekki því liðið endaði neðst í stigabaráttunni í ár. Thesan Capital á HRT-liðið en það hefur verið til sölu síðan í byrjun nóvember. Samkvæmt heimildum breska kappaksturstímaritsins Autosport, hafði kínverskur bílaframleiðandi áhuga á að bjarga liðinu. Þá er haft eftir heimildarmönnum að liðið muni loka verksmiðjum sínum og borga kröfuhöfum áður en það verður lagt niður. Forsvarsmenn liðsins hafa annars ekki viljað tjá sig við fjölmiðla. Saga liðsins er stutt og full af peningavandræðum. Í sumar virtust hjólin vera farin að snúast á tímabili, þegar liðið nálgaðist Marussia neðst á töflunni. Þær vonir urðu að engu þegar peningavandræðin urðu enn meiri á seinni helmingi tímabilsins. Það aka því aðeins 11 lið og 22 bílar í Formúlu 1 á næsta ári. Martin Brundle, fyrrum keppnisökuþór í Formúlu 1 og álitsgjafi Sky Sports um Formúlu 1, bendir á að þetta gæti verið merki um að kostnaður í Formúlu 1 sé of ógnvekjandi fyrir litlu liðin. Með nýjum vélum árið 2014 segir hann að líklegra sé að keppnislið fái leyfi til að endurnýta bíla milli ára, án þess að þurfa að uppfylla sömu skilyrði og nýju bílarnir. Bernie Ecclestone sagðist í sumar vera opinn fyrir þeirri hugmynd en á víst bágt með að sjá hana í framkvæmd. Hún sé hins vegar góð því það lækki kostnað keppnisliðanna og geri þeim lífið bærilegra. Auk þess gæti keppnin orðið harðari í neðri hluta töflunnar.Pedro de la Rosa þarf að finna sér nýja vinnu því hann keppir ekki í Forrmúlu 1 á næsta ári. Formúla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
HRT-liðið mun ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári þar sem liðið er nánast gjaldþrota. Eigandi liðsins hefur verið að leita að kaupanda en enginn gerði tilboð í þetta spænska keppnislið. Liðið getur ekki tekið þátt í Formúlu 1 á næsta ári því það gat ekki borgað skráningarfé á föstudaginn. FIA innheimti hærra skráningargjald í ár en það hefur áður gert. Gjaldið sem HRT þurfti að borga hækkaði þó ekki því liðið endaði neðst í stigabaráttunni í ár. Thesan Capital á HRT-liðið en það hefur verið til sölu síðan í byrjun nóvember. Samkvæmt heimildum breska kappaksturstímaritsins Autosport, hafði kínverskur bílaframleiðandi áhuga á að bjarga liðinu. Þá er haft eftir heimildarmönnum að liðið muni loka verksmiðjum sínum og borga kröfuhöfum áður en það verður lagt niður. Forsvarsmenn liðsins hafa annars ekki viljað tjá sig við fjölmiðla. Saga liðsins er stutt og full af peningavandræðum. Í sumar virtust hjólin vera farin að snúast á tímabili, þegar liðið nálgaðist Marussia neðst á töflunni. Þær vonir urðu að engu þegar peningavandræðin urðu enn meiri á seinni helmingi tímabilsins. Það aka því aðeins 11 lið og 22 bílar í Formúlu 1 á næsta ári. Martin Brundle, fyrrum keppnisökuþór í Formúlu 1 og álitsgjafi Sky Sports um Formúlu 1, bendir á að þetta gæti verið merki um að kostnaður í Formúlu 1 sé of ógnvekjandi fyrir litlu liðin. Með nýjum vélum árið 2014 segir hann að líklegra sé að keppnislið fái leyfi til að endurnýta bíla milli ára, án þess að þurfa að uppfylla sömu skilyrði og nýju bílarnir. Bernie Ecclestone sagðist í sumar vera opinn fyrir þeirri hugmynd en á víst bágt með að sjá hana í framkvæmd. Hún sé hins vegar góð því það lækki kostnað keppnisliðanna og geri þeim lífið bærilegra. Auk þess gæti keppnin orðið harðari í neðri hluta töflunnar.Pedro de la Rosa þarf að finna sér nýja vinnu því hann keppir ekki í Forrmúlu 1 á næsta ári.
Formúla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira