HRT gjaldþrota og keppir ekki 2013 Birgir Þór Harðarson skrifar 2. desember 2012 17:30 HRT-liðið á ekki fyrir keppnisgjöldum næsta árs og lokar því verksmiðjum sínum. nordicphotos/afp HRT-liðið mun ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári þar sem liðið er nánast gjaldþrota. Eigandi liðsins hefur verið að leita að kaupanda en enginn gerði tilboð í þetta spænska keppnislið. Liðið getur ekki tekið þátt í Formúlu 1 á næsta ári því það gat ekki borgað skráningarfé á föstudaginn. FIA innheimti hærra skráningargjald í ár en það hefur áður gert. Gjaldið sem HRT þurfti að borga hækkaði þó ekki því liðið endaði neðst í stigabaráttunni í ár. Thesan Capital á HRT-liðið en það hefur verið til sölu síðan í byrjun nóvember. Samkvæmt heimildum breska kappaksturstímaritsins Autosport, hafði kínverskur bílaframleiðandi áhuga á að bjarga liðinu. Þá er haft eftir heimildarmönnum að liðið muni loka verksmiðjum sínum og borga kröfuhöfum áður en það verður lagt niður. Forsvarsmenn liðsins hafa annars ekki viljað tjá sig við fjölmiðla. Saga liðsins er stutt og full af peningavandræðum. Í sumar virtust hjólin vera farin að snúast á tímabili, þegar liðið nálgaðist Marussia neðst á töflunni. Þær vonir urðu að engu þegar peningavandræðin urðu enn meiri á seinni helmingi tímabilsins. Það aka því aðeins 11 lið og 22 bílar í Formúlu 1 á næsta ári. Martin Brundle, fyrrum keppnisökuþór í Formúlu 1 og álitsgjafi Sky Sports um Formúlu 1, bendir á að þetta gæti verið merki um að kostnaður í Formúlu 1 sé of ógnvekjandi fyrir litlu liðin. Með nýjum vélum árið 2014 segir hann að líklegra sé að keppnislið fái leyfi til að endurnýta bíla milli ára, án þess að þurfa að uppfylla sömu skilyrði og nýju bílarnir. Bernie Ecclestone sagðist í sumar vera opinn fyrir þeirri hugmynd en á víst bágt með að sjá hana í framkvæmd. Hún sé hins vegar góð því það lækki kostnað keppnisliðanna og geri þeim lífið bærilegra. Auk þess gæti keppnin orðið harðari í neðri hluta töflunnar.Pedro de la Rosa þarf að finna sér nýja vinnu því hann keppir ekki í Forrmúlu 1 á næsta ári. Formúla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
HRT-liðið mun ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári þar sem liðið er nánast gjaldþrota. Eigandi liðsins hefur verið að leita að kaupanda en enginn gerði tilboð í þetta spænska keppnislið. Liðið getur ekki tekið þátt í Formúlu 1 á næsta ári því það gat ekki borgað skráningarfé á föstudaginn. FIA innheimti hærra skráningargjald í ár en það hefur áður gert. Gjaldið sem HRT þurfti að borga hækkaði þó ekki því liðið endaði neðst í stigabaráttunni í ár. Thesan Capital á HRT-liðið en það hefur verið til sölu síðan í byrjun nóvember. Samkvæmt heimildum breska kappaksturstímaritsins Autosport, hafði kínverskur bílaframleiðandi áhuga á að bjarga liðinu. Þá er haft eftir heimildarmönnum að liðið muni loka verksmiðjum sínum og borga kröfuhöfum áður en það verður lagt niður. Forsvarsmenn liðsins hafa annars ekki viljað tjá sig við fjölmiðla. Saga liðsins er stutt og full af peningavandræðum. Í sumar virtust hjólin vera farin að snúast á tímabili, þegar liðið nálgaðist Marussia neðst á töflunni. Þær vonir urðu að engu þegar peningavandræðin urðu enn meiri á seinni helmingi tímabilsins. Það aka því aðeins 11 lið og 22 bílar í Formúlu 1 á næsta ári. Martin Brundle, fyrrum keppnisökuþór í Formúlu 1 og álitsgjafi Sky Sports um Formúlu 1, bendir á að þetta gæti verið merki um að kostnaður í Formúlu 1 sé of ógnvekjandi fyrir litlu liðin. Með nýjum vélum árið 2014 segir hann að líklegra sé að keppnislið fái leyfi til að endurnýta bíla milli ára, án þess að þurfa að uppfylla sömu skilyrði og nýju bílarnir. Bernie Ecclestone sagðist í sumar vera opinn fyrir þeirri hugmynd en á víst bágt með að sjá hana í framkvæmd. Hún sé hins vegar góð því það lækki kostnað keppnisliðanna og geri þeim lífið bærilegra. Auk þess gæti keppnin orðið harðari í neðri hluta töflunnar.Pedro de la Rosa þarf að finna sér nýja vinnu því hann keppir ekki í Forrmúlu 1 á næsta ári.
Formúla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira