HRT gjaldþrota og keppir ekki 2013 Birgir Þór Harðarson skrifar 2. desember 2012 17:30 HRT-liðið á ekki fyrir keppnisgjöldum næsta árs og lokar því verksmiðjum sínum. nordicphotos/afp HRT-liðið mun ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári þar sem liðið er nánast gjaldþrota. Eigandi liðsins hefur verið að leita að kaupanda en enginn gerði tilboð í þetta spænska keppnislið. Liðið getur ekki tekið þátt í Formúlu 1 á næsta ári því það gat ekki borgað skráningarfé á föstudaginn. FIA innheimti hærra skráningargjald í ár en það hefur áður gert. Gjaldið sem HRT þurfti að borga hækkaði þó ekki því liðið endaði neðst í stigabaráttunni í ár. Thesan Capital á HRT-liðið en það hefur verið til sölu síðan í byrjun nóvember. Samkvæmt heimildum breska kappaksturstímaritsins Autosport, hafði kínverskur bílaframleiðandi áhuga á að bjarga liðinu. Þá er haft eftir heimildarmönnum að liðið muni loka verksmiðjum sínum og borga kröfuhöfum áður en það verður lagt niður. Forsvarsmenn liðsins hafa annars ekki viljað tjá sig við fjölmiðla. Saga liðsins er stutt og full af peningavandræðum. Í sumar virtust hjólin vera farin að snúast á tímabili, þegar liðið nálgaðist Marussia neðst á töflunni. Þær vonir urðu að engu þegar peningavandræðin urðu enn meiri á seinni helmingi tímabilsins. Það aka því aðeins 11 lið og 22 bílar í Formúlu 1 á næsta ári. Martin Brundle, fyrrum keppnisökuþór í Formúlu 1 og álitsgjafi Sky Sports um Formúlu 1, bendir á að þetta gæti verið merki um að kostnaður í Formúlu 1 sé of ógnvekjandi fyrir litlu liðin. Með nýjum vélum árið 2014 segir hann að líklegra sé að keppnislið fái leyfi til að endurnýta bíla milli ára, án þess að þurfa að uppfylla sömu skilyrði og nýju bílarnir. Bernie Ecclestone sagðist í sumar vera opinn fyrir þeirri hugmynd en á víst bágt með að sjá hana í framkvæmd. Hún sé hins vegar góð því það lækki kostnað keppnisliðanna og geri þeim lífið bærilegra. Auk þess gæti keppnin orðið harðari í neðri hluta töflunnar.Pedro de la Rosa þarf að finna sér nýja vinnu því hann keppir ekki í Forrmúlu 1 á næsta ári. Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
HRT-liðið mun ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári þar sem liðið er nánast gjaldþrota. Eigandi liðsins hefur verið að leita að kaupanda en enginn gerði tilboð í þetta spænska keppnislið. Liðið getur ekki tekið þátt í Formúlu 1 á næsta ári því það gat ekki borgað skráningarfé á föstudaginn. FIA innheimti hærra skráningargjald í ár en það hefur áður gert. Gjaldið sem HRT þurfti að borga hækkaði þó ekki því liðið endaði neðst í stigabaráttunni í ár. Thesan Capital á HRT-liðið en það hefur verið til sölu síðan í byrjun nóvember. Samkvæmt heimildum breska kappaksturstímaritsins Autosport, hafði kínverskur bílaframleiðandi áhuga á að bjarga liðinu. Þá er haft eftir heimildarmönnum að liðið muni loka verksmiðjum sínum og borga kröfuhöfum áður en það verður lagt niður. Forsvarsmenn liðsins hafa annars ekki viljað tjá sig við fjölmiðla. Saga liðsins er stutt og full af peningavandræðum. Í sumar virtust hjólin vera farin að snúast á tímabili, þegar liðið nálgaðist Marussia neðst á töflunni. Þær vonir urðu að engu þegar peningavandræðin urðu enn meiri á seinni helmingi tímabilsins. Það aka því aðeins 11 lið og 22 bílar í Formúlu 1 á næsta ári. Martin Brundle, fyrrum keppnisökuþór í Formúlu 1 og álitsgjafi Sky Sports um Formúlu 1, bendir á að þetta gæti verið merki um að kostnaður í Formúlu 1 sé of ógnvekjandi fyrir litlu liðin. Með nýjum vélum árið 2014 segir hann að líklegra sé að keppnislið fái leyfi til að endurnýta bíla milli ára, án þess að þurfa að uppfylla sömu skilyrði og nýju bílarnir. Bernie Ecclestone sagðist í sumar vera opinn fyrir þeirri hugmynd en á víst bágt með að sjá hana í framkvæmd. Hún sé hins vegar góð því það lækki kostnað keppnisliðanna og geri þeim lífið bærilegra. Auk þess gæti keppnin orðið harðari í neðri hluta töflunnar.Pedro de la Rosa þarf að finna sér nýja vinnu því hann keppir ekki í Forrmúlu 1 á næsta ári.
Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira