Gerd Müller treystir sér ekki til að horfa á Messi í kvöld Arnar Björnsson skrifar 5. desember 2012 12:15 Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. Nordic Photos / Getty Images Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. "Der Bomber" skoraði 85 mörk með Bayern München og Vestur Þýskaland í 60 leikjum árið 1972. Messi er kominn með 84 mörk í 85 leikjum. Gerd Müller er 67 ára og glímir við Alzheimer sjúkdóminn og treystir sér ekki til að mæta á leikinn á Nou Camp í kvöld. Það má finna athyglisverða tölfræði þegar mörk Messi eru skoðuð, 73 þeirra er hann búinn að skora með vinstri fæti, 8 með þeim hægri en aðeins þrisvar hefur Messi skallað boltann í mark mótherjanna. Argentínumaðurinn skiptir mörkum sínum nokkuð bróðurlega á milli heima og útileikja. Hann er búinn að skora 43 mörk á heimavelli, 37 á útivelli og 4 á hlutlausum velli. Messi byrjar oft rólega og hefur aðeins skorað 4 mörk á fyrsta stundarfjórðungi leikjanna en á síðasta korterinu hefur hann skorað 23 mörk. Mótherjum hans gengur illa að ráða við hann í vítateignum en þaðan koma 58 af mörkum hans, 14 þeirra eru vítaspyrnur og aðeins 12 með skotum fyrir utan vítateig. Á undanförnum þremur árum er Messi búinn að skora 203 mörk. Það tæki allt Stokeliðið nærri þrjár og hálfa leiktíð að skora jafnmörg mörk en Stoke var það lið í ensku úrvalsdeildinni sem skoraði fæst mörk á síðustu leiktíð, 36. Lokaumferðinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verða gerð góð skil á Stöð 2 sport í kvöld. Þorsteinn J. hitar upp fyrir leikina með sérfræðingunum Reyni Leóssyni og Heimi Guðjónssyni – og hefst útsendingin kl. 19.Dagskrá kvöldsins: 19:00 Meistaradeildin – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Chelsea – Nordsjælland | Sport 2 | HD 19:30 Celtic – Spartak Moskva | Sport 4 19:30 Shakhtar – Juventus | Sport 3 21:45 Meistaramörk Meistaradeild Evrópu | Sport 2 | HD Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira
Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. "Der Bomber" skoraði 85 mörk með Bayern München og Vestur Þýskaland í 60 leikjum árið 1972. Messi er kominn með 84 mörk í 85 leikjum. Gerd Müller er 67 ára og glímir við Alzheimer sjúkdóminn og treystir sér ekki til að mæta á leikinn á Nou Camp í kvöld. Það má finna athyglisverða tölfræði þegar mörk Messi eru skoðuð, 73 þeirra er hann búinn að skora með vinstri fæti, 8 með þeim hægri en aðeins þrisvar hefur Messi skallað boltann í mark mótherjanna. Argentínumaðurinn skiptir mörkum sínum nokkuð bróðurlega á milli heima og útileikja. Hann er búinn að skora 43 mörk á heimavelli, 37 á útivelli og 4 á hlutlausum velli. Messi byrjar oft rólega og hefur aðeins skorað 4 mörk á fyrsta stundarfjórðungi leikjanna en á síðasta korterinu hefur hann skorað 23 mörk. Mótherjum hans gengur illa að ráða við hann í vítateignum en þaðan koma 58 af mörkum hans, 14 þeirra eru vítaspyrnur og aðeins 12 með skotum fyrir utan vítateig. Á undanförnum þremur árum er Messi búinn að skora 203 mörk. Það tæki allt Stokeliðið nærri þrjár og hálfa leiktíð að skora jafnmörg mörk en Stoke var það lið í ensku úrvalsdeildinni sem skoraði fæst mörk á síðustu leiktíð, 36. Lokaumferðinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verða gerð góð skil á Stöð 2 sport í kvöld. Þorsteinn J. hitar upp fyrir leikina með sérfræðingunum Reyni Leóssyni og Heimi Guðjónssyni – og hefst útsendingin kl. 19.Dagskrá kvöldsins: 19:00 Meistaradeildin – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Chelsea – Nordsjælland | Sport 2 | HD 19:30 Celtic – Spartak Moskva | Sport 4 19:30 Shakhtar – Juventus | Sport 3 21:45 Meistaramörk Meistaradeild Evrópu | Sport 2 | HD
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira