Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 34-29 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 6. desember 2012 15:02 FH vann flottan sigur á ÍR, 34-29, í Kaplakrika í kvöld en heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. FH tyllti sér því í annað sæti deildarinnar með 13 stig. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með átta mörk en Guðni Már Kristinsson gerði sjö fyrir ÍR. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en þegar staðan var 7-6 fyrir FH-ingum eftir rúmlega tíu mínútna leik þá stungu heimamenn af. Næstu mínútur voru FH-ingar ívið sterkari og sýndu lipra takta í sóknarleik sínum. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru FH-ingar komnir í 12-9 og ÍR-ingar brugðu á það ráð að taka leikhlé. ÍR-ingar græddur ekkert á leikhléinu og var spilamennska þeirra alveg skelfilega í fyrri hálfleiknum. FH komust fljótlega í 17-9 og ÍR-ingum var fyrirmunað að koma boltanum í netið. Staðan var síðan 19-12 fyrir FH í hálfleik og ÍR-ingar þurftu því heldur betur að taka sinn leik í gegn í hálfleiknum til að komast aftur inn í leikinn. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust fljótlega níu mörkum yfir, 22-13, en þá tóku ÍR-ingar aðeins við sér og minnkuðu muninn niður í fimm mörk, 24-19. Eftir það var munurinn svipaður næstu mínútur og ÍR-ingar neituði að gefast upp. Gestirnir náðu að þétta vörnina og FH-ingar voru oft á tíðum í vandræðum að komast í gegn. FH-ingar voru samt aldrei á því að gefa leikinn frá sér og héldu sama muni nánast út allan leikinn en honum lauk með þægilegum sigri heimamanna, 34-29. Bjarki: Ekki boðlegt að fá á sig 19 mörk í fyrri hálfleik„Að fá 34 mörk á sig í svona leik er mjög slæmt," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn í kvöld. „Leikurinn var nokkuð jafn alveg þangað til að staðan var 9-9 og þá virðist eitthvað gerast í kollinum á mönnum." „Varnarleikurinn hrinur hjá okkur og sóknarleikurinn var alltof einstaklingsmiðaður. Við fáum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleiknum og það er einfaldlega ekki boðlegt." „Við vörum loksins í gang undir lokin þegar korter er eftir af leiknum og þá átta strákarnir sig á því að við eigum möguleika. Það var bara fyrir mörg byrjenda mistök í lok leiksins sem leikurinn fer alfarið frá okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Einar Andri: Sýndum frábæran sóknarleik í 60 mínútur„Ég er bara gríðarlega ánægður með liðið, við spiluðum virkilega vel," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Liðið spilaði sérstaklega vel sóknarlega enda skorum við 34 mörk. Við erum að keyra upp hraðann í leiknum allan tímann og mikið af mörkum koma eftir hröð upphlaup. Síðan er liðið að fá mörk úr öllum stöðum og þetta leit virkilega vel út í kvöld." „Það var ekki mikil markvarsla hjá liðinu til að byrja með en síðan kemur Sigurður (Örn Arnarson) inná völlinn, tekur nokkrar mikilvæga bolta og það svona skóp þessa forystu sem liðið náði í fyrri hálfleiknum." „Sigurður er búinn að vera brjálaður á bekknum í allan vetur að bíða eftir tækifærinu, það kom í kvöld og hann sýndi heldur betur að hann er traustsins verður."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
FH vann flottan sigur á ÍR, 34-29, í Kaplakrika í kvöld en heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. FH tyllti sér því í annað sæti deildarinnar með 13 stig. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með átta mörk en Guðni Már Kristinsson gerði sjö fyrir ÍR. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en þegar staðan var 7-6 fyrir FH-ingum eftir rúmlega tíu mínútna leik þá stungu heimamenn af. Næstu mínútur voru FH-ingar ívið sterkari og sýndu lipra takta í sóknarleik sínum. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru FH-ingar komnir í 12-9 og ÍR-ingar brugðu á það ráð að taka leikhlé. ÍR-ingar græddur ekkert á leikhléinu og var spilamennska þeirra alveg skelfilega í fyrri hálfleiknum. FH komust fljótlega í 17-9 og ÍR-ingum var fyrirmunað að koma boltanum í netið. Staðan var síðan 19-12 fyrir FH í hálfleik og ÍR-ingar þurftu því heldur betur að taka sinn leik í gegn í hálfleiknum til að komast aftur inn í leikinn. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust fljótlega níu mörkum yfir, 22-13, en þá tóku ÍR-ingar aðeins við sér og minnkuðu muninn niður í fimm mörk, 24-19. Eftir það var munurinn svipaður næstu mínútur og ÍR-ingar neituði að gefast upp. Gestirnir náðu að þétta vörnina og FH-ingar voru oft á tíðum í vandræðum að komast í gegn. FH-ingar voru samt aldrei á því að gefa leikinn frá sér og héldu sama muni nánast út allan leikinn en honum lauk með þægilegum sigri heimamanna, 34-29. Bjarki: Ekki boðlegt að fá á sig 19 mörk í fyrri hálfleik„Að fá 34 mörk á sig í svona leik er mjög slæmt," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn í kvöld. „Leikurinn var nokkuð jafn alveg þangað til að staðan var 9-9 og þá virðist eitthvað gerast í kollinum á mönnum." „Varnarleikurinn hrinur hjá okkur og sóknarleikurinn var alltof einstaklingsmiðaður. Við fáum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleiknum og það er einfaldlega ekki boðlegt." „Við vörum loksins í gang undir lokin þegar korter er eftir af leiknum og þá átta strákarnir sig á því að við eigum möguleika. Það var bara fyrir mörg byrjenda mistök í lok leiksins sem leikurinn fer alfarið frá okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Einar Andri: Sýndum frábæran sóknarleik í 60 mínútur„Ég er bara gríðarlega ánægður með liðið, við spiluðum virkilega vel," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Liðið spilaði sérstaklega vel sóknarlega enda skorum við 34 mörk. Við erum að keyra upp hraðann í leiknum allan tímann og mikið af mörkum koma eftir hröð upphlaup. Síðan er liðið að fá mörk úr öllum stöðum og þetta leit virkilega vel út í kvöld." „Það var ekki mikil markvarsla hjá liðinu til að byrja með en síðan kemur Sigurður (Örn Arnarson) inná völlinn, tekur nokkrar mikilvæga bolta og það svona skóp þessa forystu sem liðið náði í fyrri hálfleiknum." „Sigurður er búinn að vera brjálaður á bekknum í allan vetur að bíða eftir tækifærinu, það kom í kvöld og hann sýndi heldur betur að hann er traustsins verður."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira