Hagvöxtur í brasilíska hagkerfinu mældist 0,6 prósent á þriðja ársfjórðungi sem var mun minna en búist hafði verið við, að því er segir í frétt á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Tölurnar eru sagðar hafa komið fjárfestum og stjórnvöldum í Brasilíu mjög á óvart, og segir greinandi hjá bankanum BES Investimento að tölurnar séu „hræðilegar" og hljóti að hreyfa við stjórnvöldum, og jafnvel kalla á aðgerðir að hálfu þeirra til þess að örva hagkerfið.
Allt útlit er fyrir að hagvöxtur verði frekar lítill í ár í Brasilíu, eða um eitt prósent. Í fyrra var hann 2,7 prósent og árið 2010 7,5 prósent. Þrátt fyrir að það sé á hægja á vextinum í Brasilíu þá hefur staða efnahagsmála þar batnað til muna, og er það ekki síst að þakka miklum hrávöruviðskiptum við Kína og fleiri ríki í Asíu.
Sjá má umfjöllun BBC um gang mála í Brasilíu hér.
Hægir á í stærsta hagkerfi Suður-Ameríku

Mest lesið

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent


Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent

Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent


Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent
