Lawrie flottur á seinni níu og er með forystuna í Suður-Afríku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2012 18:20 Paul Lawrie. Mynd/NordicPhotos/Getty Skotinn Paul Lawrie er efstur eftir tvo hringi á Nedbank Golf-mótinu sem fer fram í Sun City í Suður-Afríku um helgina. Þetta er boðsmót þar sem tólf kylfingar fá tækifæri til að vinna fimm milljónir dollara eða 630 milljónir íslenskra króna. Lawrie var frábær á seinni níu holunum á öðrum hringnum þar sem hann fékk þrjá fugla og endaði daginn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Lawrie er búinn að spila tvo fyrstu dagana á fjórum höggum undir pari (140 högg) og er með eins höggs forskot á Þjóðverjann Martin Kaymer. Bandaríkjamaðurinn Bill Haas var í forystu eftir fyrsta hringinn en er nú í þriðja sætinu ásamt Belganum Nicolas Colsaerts. Ítalinn Francesco Molinari og heimamennirnir Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel koma síðan í næstu sætum. Justin Rose, sá kylfingur sem er hæstur á Heimslistanum af þeim sem taka þátt í mótinu, lék á 79 höggum í dag og er í tólfta og neðsta sæti á 152 höggum eftir tvo daga. Lee Westwood er sjötti á heimslistanum og vann mótið undanfarin tvö ár en hann lék annan hringinn á 73 höggum og er í 7. sæti á 144 höggum. Síðustu tveir dagarnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport um helgina þar sem Eyjamaðurinn Þorsteinn Hallgrímsson lýsir af sinni alkunnu snilld. Útsendingin hefst klukkan 11.00 á morgun og klukkan 9.00 á sunnudaginn. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Skotinn Paul Lawrie er efstur eftir tvo hringi á Nedbank Golf-mótinu sem fer fram í Sun City í Suður-Afríku um helgina. Þetta er boðsmót þar sem tólf kylfingar fá tækifæri til að vinna fimm milljónir dollara eða 630 milljónir íslenskra króna. Lawrie var frábær á seinni níu holunum á öðrum hringnum þar sem hann fékk þrjá fugla og endaði daginn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Lawrie er búinn að spila tvo fyrstu dagana á fjórum höggum undir pari (140 högg) og er með eins höggs forskot á Þjóðverjann Martin Kaymer. Bandaríkjamaðurinn Bill Haas var í forystu eftir fyrsta hringinn en er nú í þriðja sætinu ásamt Belganum Nicolas Colsaerts. Ítalinn Francesco Molinari og heimamennirnir Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel koma síðan í næstu sætum. Justin Rose, sá kylfingur sem er hæstur á Heimslistanum af þeim sem taka þátt í mótinu, lék á 79 höggum í dag og er í tólfta og neðsta sæti á 152 höggum eftir tvo daga. Lee Westwood er sjötti á heimslistanum og vann mótið undanfarin tvö ár en hann lék annan hringinn á 73 höggum og er í 7. sæti á 144 höggum. Síðustu tveir dagarnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport um helgina þar sem Eyjamaðurinn Þorsteinn Hallgrímsson lýsir af sinni alkunnu snilld. Útsendingin hefst klukkan 11.00 á morgun og klukkan 9.00 á sunnudaginn.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira