Schumacher vill kveðja Formúluna á góðum nótum Birgir Þór Harðarson skrifar 22. nóvember 2012 06:15 Schumacher hefur ekki enn ákveðið hvað hann ætlar að taka sér fyrir hendur, nema hvað það verður ekki kappakstur í öðrum deildum. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn sjöfaldi og Mercedes-ökuþórinn Michael Schumacher mun segja skilið við Formúlu 1 í annað sinn á ferlinum eftir brasilíska kappaksturinn um næstu helgi. Hann segir þetta verða hans síðastu kveðjustund. Schumacher heldur að seinni kveðjustundin verði ekki eins tilfinningarík og þegar hann kvaddi árið 2006. Schumi snéri aftur í Formúlu 1 árið 2010 en hefur ekki náð að hámarka árangurinn. Síðustu ár hafa því verið vonbrigði fyrir Schumacher. "Síðast þegar ég kvaddi vorum við enn að keppa um heimsmeistaratitilinn svo það voru allir mjög spenntir og að einbeita sér að því," sagði Schumacher. "Í þetta skiptið mun ég geta einbeitt mér meira að því að kveðja alla og get vonandi skapað mér góðar minningar." "Ég hef átt frábær ár í Formúlu 1 og haft gríðarlegan stuðning frá aðdáendum mínum umhverfis hnöttinn. Einna helst vil ég þakka þeim." "Auðvitað yrði ég ánægðastur ef ég fengi að kveðja með því að eiga góða keppni í Brasilíu. Ég ætla því að gera allt til að láta það gerast." Ross Brawn hefur fylgt Schumacher í Formúlu 1 síðan þeir fyrst unnu saman heimsmeistaratitla árin 1994 og 1995. Brawn er ábyrgur fyrir því að hafa lokkað Schumacher aftur í Formúlu 1. "Þetta verður tilfinningarík helgi fyrir alla í liðinu," sagði hann. "Við höfum haft mikla ánægju og gagn af því að hafa Schumacher í liðinu." Lewis Hamilton mun taka sæti Schumacher hjá Mercedes á næsta ári og yfirgefa McLaren.Þessi stuðningsmaður var ekki bjartsýnn á framtíðna eftir að Schumacher tilkynnti að hann myndi hætta í Formúlu 1. Formúla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn sjöfaldi og Mercedes-ökuþórinn Michael Schumacher mun segja skilið við Formúlu 1 í annað sinn á ferlinum eftir brasilíska kappaksturinn um næstu helgi. Hann segir þetta verða hans síðastu kveðjustund. Schumacher heldur að seinni kveðjustundin verði ekki eins tilfinningarík og þegar hann kvaddi árið 2006. Schumi snéri aftur í Formúlu 1 árið 2010 en hefur ekki náð að hámarka árangurinn. Síðustu ár hafa því verið vonbrigði fyrir Schumacher. "Síðast þegar ég kvaddi vorum við enn að keppa um heimsmeistaratitilinn svo það voru allir mjög spenntir og að einbeita sér að því," sagði Schumacher. "Í þetta skiptið mun ég geta einbeitt mér meira að því að kveðja alla og get vonandi skapað mér góðar minningar." "Ég hef átt frábær ár í Formúlu 1 og haft gríðarlegan stuðning frá aðdáendum mínum umhverfis hnöttinn. Einna helst vil ég þakka þeim." "Auðvitað yrði ég ánægðastur ef ég fengi að kveðja með því að eiga góða keppni í Brasilíu. Ég ætla því að gera allt til að láta það gerast." Ross Brawn hefur fylgt Schumacher í Formúlu 1 síðan þeir fyrst unnu saman heimsmeistaratitla árin 1994 og 1995. Brawn er ábyrgur fyrir því að hafa lokkað Schumacher aftur í Formúlu 1. "Þetta verður tilfinningarík helgi fyrir alla í liðinu," sagði hann. "Við höfum haft mikla ánægju og gagn af því að hafa Schumacher í liðinu." Lewis Hamilton mun taka sæti Schumacher hjá Mercedes á næsta ári og yfirgefa McLaren.Þessi stuðningsmaður var ekki bjartsýnn á framtíðna eftir að Schumacher tilkynnti að hann myndi hætta í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira