Bikarkeppni HSÍ fékk nýtt nafn í hádeginu en nú verður keppt í Símabikarnum þar sem að Eimskip, sem hefur verið styrktarðili bikarkeppninnar síðustu ár hélt samstarfi við HSÍ ekki áfram. Dregið var um leið í 16 liða úrslitin hjá bæði körlum og konum.
Stórleikur sextán liða úrslita Símabikars karla er örugglega leikur HK og FH í Digranesi en þessi lið mættust einmitt í lokaúrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. Einn annar N1-deildar slagur er í 16 liða úrslitunum því Afturelding tekur á móti Akureyri.
Stærsti leikurinn hjá konunum er leikur Stjörnunnar og HK í Garðabænum en þrír aðrir N1-deildar slagir fara einnig fram: Haukar - Grótta, ÍBV - Afturelding og Fylkir - FH.
Þessi lið mætast í 16 liða úrslitum Símabikars karla:
HK - FH
Afturelding - Akureyri
Grótta - Haukar
Hörður eða Þróttur - Fjölnir
ÍBV 2 - ÍBV
HKR eða Völsungur - Stjarnan
Fylkir 2 - ÍR
Selfoss - Valur
Leikið verður daganna 2. og 3. desember 2012
Þessi lið mætast í 16 liða úrslitum Símabikars kvenna:
Stjarnan - HK
Haukar - Grótta
Fjölnir - Selfoss
ÍBV - Afturelding
Fylkir - FH
Valur, Fram og ÍBV 2 sitja hjá.
Leikið verður daganna 22. og 23. janúar 2013
HK og FH mætast í Símabikarnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
