Það var hins vegar Lewis Hamilton á McLaren-bíl sem ók hraðast. Hann mun því ræsa fremstur í sínum síðasta kappakstri fyrir McLaren. Liðsfélagi hans Jenson Button fer annar af stað í kappaksturinn.
Bæði Alonso og Vettel þurftu að láta í minnipokan gagnvart liðsfélögum sínum í tímatökunum. Mark Webber á Red Bull ræsir þriðji á undan Vettel ræsir fjórði. Felipe Massa náði svo fimmta besta tíma á undan Alonso. Þetta er aðeins í annað sinn á árinu sem Massa stendur sig betur en liðsfélagi sinn í tímatökum.
"Ekkert gerðist. Ég var ánægður með hringinn," sagði Alonso spurður hvað hefði gerst í tímatökunum. "Kannski getur rigningin hjálpað. En ég held að við verðum að leggja okkur alla fram til að gera þetta sem skemmtilegast í kappakstrinum á morgun."
"Við vorum hissa á því hversu illa gekk hjá Vettel," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, eftir tímatökuna. "Yfirleitt kemur hann manni á óvart með því að rústa besta tímanum okkar. Núna kom hann á óvart á hinn veginn."
Pastor Maldonado á Williams ræsir sjötti á undan Nico Hulkenberg á Force India. Alonso á því erfitt verkefni fyrir höndum. Maldonado gæti reyndar fengið refsingu því hann hlýddi ekki kalli dómara um að koma bílnum í vigtun.
Níundi er Kimi Raikkönen á Lotus og tíundi Nico Rosberg á Mercedes. Liðsfélagi Raikkönen, Romain Grosjean, komst ekki upp úr fyrstu lotu tímatökunnar og ræsir átjándi. Hann lenti í samstuði við Pedro de la Rosa á HRT og bíllinn skemmdist of mikið.
Útlit er fyrir að kappaksturinn á morgun verði gríðarlega skemmtilegur. Veðurfræðingar í Brasilíu spá rigningu um það leiti sem kappaksturinn stendur yfir. Veðrið á því eftir að gera titilslaginn enn skemmtilegri.
Brasilíski kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 15:40.

Nr. | Ökuþór | Bíll / Vél | Tími | Bil |
1 | Lewis Hamilton | McLaren/Mercedes | 1'12.458 | - |
2 | Jenson Button | McLaren/Mercedes | 1'12.513 | 0.055 |
3 | Mark Webber | Red Bull/Renault | 1'12.581 | 0.123 |
4 | Sebastian Vettel | Red Bull/Renault | 1'12.760 | 0.302 |
5 | Felipe Massa | Ferrari | 1'12.987 | 0.529 |
6 | Pastor Maldonado | Williams/Renault | 1'13.174 | 0.716 |
7 | Nico Hülkenberg | Force India/Mercedes | 1'13.206 | 0.748 |
8 | Fernando Alonso | Ferrari | 1'13.253 | 0.795 |
9 | Kimi Räikkönen | Lotus/Renault | 1'13.298 | 0.84 |
10 | Nico Rosberg | Mercedes | 1'13.489 | 1.031 |
11 | Paul Di Resta | Force India/Mercedes | 1'14.121 | 1.663 |
12 | Bruno Senna | Williams/Renault | 1'14.219 | 1.761 |
13 | Sergio Pérez | Sauber/Ferrari | 1'14.234 | 1.776 |
14 | M.Schumacher | Mercedes | 1'14.334 | 1.876 |
15 | Kamui Kobayashi | Sauber/Ferrari | 1'14.380 | 1.922 |
16 | Daniel Ricciardo | Toro Rosso/Ferrari | 1'14.574 | 2.116 |
17 | Jean-Eric Vergne | Toro Rosso/Ferrari | 1'14.619 | 2.161 |
18 | Romain Grosjean | Lotus/Renault | 1'16.967 | 4.509 |
19 | Vitaly Petrov | Caterham/Renault | 1'17.073 | 4.615 |
20 | H.Kovalainen | Caterham/Renault | 1'17.086 | 4.628 |
21 | Timo Glock | Marussia/Cosworth | 1'17.508 | 5.05 |
22 | Charles Pic | Marussia/Cosworth | 1'18.104 | 5.646 |
23 | N.Karthikeyan | HRT/Cosworth | 1'19.576 | 7.118 |
24 | Pedro de la Rosa | HRT/Cosworth | 1'19.699 | 7.241 |