Vettel heimsmeistari í Formúlu 1 2012 Birgir Þór Harðarson skrifar 25. nóvember 2012 17:49 Sebastian Vettel er heimsmeistari í Formúlu 1. nordicphotos/afp Sebastian Vettel er yngsti þrefaldi heimsmeistari allra tíma í Formúlu 1. Hann tryggði sér titilinn í brasilíska kappakstrinum sem kláraðist fyrir aftan öryggisbílinn. Fernando Alonso átti einn möguleika á að skáka Vettel en það tókst ekki. Alonso lauk mótinu í öðru sæti en það dugði ekki til þess að komast fram fyrir Vettel í heimsmeistarakeppninni. Þar sem Vettel kláraði mótið í sjötta sæti þá þurfti Alonso að vinna. Jenson Button, á McLaren-bíl, var hins vegar í fyrsta sæti. Kappaksturinn í Brasilíu var stórkostlegur. Hann byrjaði á því að Vettel náði lélegu starti og féll aftur á bak meðal hægari bíla. Vettel ók svo inn í hliðina á Bruno Senna á Williams. Red Bull-bíllinn var skemmdur eftir áreksturinn. Vettel féll niður í neðsta sæti eftir áreksturinn og þurfti að berjast fyrir lífi sínu þegar Alonso var skyndilega kominn í þriðja sætið. Rigning setti strik í reikninginn fyrir alla en Vettel náði að nýta sér aðstæðurnar.Alonso fangaði vel og var sáttur með sitt.nordicphots/afpAlonso ók frábærlega og lauk mótinu í öðru sæti á undan liðsfélaga sínum og heimamanninum Felipe Massa. Þó var það Nico Hulkenberg sem stal senunni í upphafi og átti hana mestan part keppninnar því hann komst fram úr báðum McLaren-bílunum og í fyrsta sætið eftir fyrstu viðgerðarhléin. "Þetta er íþrótt og þegar þú gerir eitthvað af þínu öllu hjarta þá getur maður ekki verið annað en stoltur af árangrinum," sagði Alonso í lok móts. "Ég er stoltur af öllu Ferrari-liðinu." Hulkenberg leiddi keppnina framan af en varð að láta í minnipokann fyrir Lewis Hamilton um mitt mótið. Hamilton leiddi þá keppnina en Hulkenberg ók inn í hliðina á honum þegar hann ætlaði að taka framúr, með þeim afleiðingum að Hamilton varð að hætta keppni. Jenson Button vann fyrsta mót ársins og það síðasta fyrir McLaren og mun leiða liðið á næsta ári því Lewis Hamilton hefur ráðið sig til Mercedes fyrir næsta ár. Fjórði varð Mark Webber á Red Bull-bíl en Hulkenberg fimmti. Michael Schumacher hleypti Vettel fram úr sér undir lok mótsins og endaði sjöundi. Þá komu Jean-Eric Vergne, Kamui Kobayashi og Kimi Raikkönen yfir marklínuna til að taka síðustu stigin. Kimi Raikkönen hefur verið ótrúlegur í ár. Einhverjir hafa kallað hann stigaryksugu því hann hefur klárað hvert einasta mót í sumar. Ekki nóg með það þá lauk hann öllum keppnishringjum ársins nema einum: Þeim síðasta í kappakstrinum í brasilíu. Formúla 1 fer nú í langþráð vetrarfrí en snýr aftur í mars þegar keppt verður í Ástralíu. Vísir.is heldur áfram að fylgjast með Formúlunni þangað til. Formúla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sebastian Vettel er yngsti þrefaldi heimsmeistari allra tíma í Formúlu 1. Hann tryggði sér titilinn í brasilíska kappakstrinum sem kláraðist fyrir aftan öryggisbílinn. Fernando Alonso átti einn möguleika á að skáka Vettel en það tókst ekki. Alonso lauk mótinu í öðru sæti en það dugði ekki til þess að komast fram fyrir Vettel í heimsmeistarakeppninni. Þar sem Vettel kláraði mótið í sjötta sæti þá þurfti Alonso að vinna. Jenson Button, á McLaren-bíl, var hins vegar í fyrsta sæti. Kappaksturinn í Brasilíu var stórkostlegur. Hann byrjaði á því að Vettel náði lélegu starti og féll aftur á bak meðal hægari bíla. Vettel ók svo inn í hliðina á Bruno Senna á Williams. Red Bull-bíllinn var skemmdur eftir áreksturinn. Vettel féll niður í neðsta sæti eftir áreksturinn og þurfti að berjast fyrir lífi sínu þegar Alonso var skyndilega kominn í þriðja sætið. Rigning setti strik í reikninginn fyrir alla en Vettel náði að nýta sér aðstæðurnar.Alonso fangaði vel og var sáttur með sitt.nordicphots/afpAlonso ók frábærlega og lauk mótinu í öðru sæti á undan liðsfélaga sínum og heimamanninum Felipe Massa. Þó var það Nico Hulkenberg sem stal senunni í upphafi og átti hana mestan part keppninnar því hann komst fram úr báðum McLaren-bílunum og í fyrsta sætið eftir fyrstu viðgerðarhléin. "Þetta er íþrótt og þegar þú gerir eitthvað af þínu öllu hjarta þá getur maður ekki verið annað en stoltur af árangrinum," sagði Alonso í lok móts. "Ég er stoltur af öllu Ferrari-liðinu." Hulkenberg leiddi keppnina framan af en varð að láta í minnipokann fyrir Lewis Hamilton um mitt mótið. Hamilton leiddi þá keppnina en Hulkenberg ók inn í hliðina á honum þegar hann ætlaði að taka framúr, með þeim afleiðingum að Hamilton varð að hætta keppni. Jenson Button vann fyrsta mót ársins og það síðasta fyrir McLaren og mun leiða liðið á næsta ári því Lewis Hamilton hefur ráðið sig til Mercedes fyrir næsta ár. Fjórði varð Mark Webber á Red Bull-bíl en Hulkenberg fimmti. Michael Schumacher hleypti Vettel fram úr sér undir lok mótsins og endaði sjöundi. Þá komu Jean-Eric Vergne, Kamui Kobayashi og Kimi Raikkönen yfir marklínuna til að taka síðustu stigin. Kimi Raikkönen hefur verið ótrúlegur í ár. Einhverjir hafa kallað hann stigaryksugu því hann hefur klárað hvert einasta mót í sumar. Ekki nóg með það þá lauk hann öllum keppnishringjum ársins nema einum: Þeim síðasta í kappakstrinum í brasilíu. Formúla 1 fer nú í langþráð vetrarfrí en snýr aftur í mars þegar keppt verður í Ástralíu. Vísir.is heldur áfram að fylgjast með Formúlunni þangað til.
Formúla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira