Rúnar Jónsson og Ólafur Guðmundsson, dómari í formúlu eitt, fóru yfir síðasta kappakstur tímabilsins í Formúlu 1 en Þjóðverjinn Sebastian Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn þriðja árið í röð eftir mikla dramatík í Brasilíu í dag.
Jenson Button hjá McLaren-Mercedes vann Brasilíukappaksturinn en það dugði ekki Fernando Alonso hjá Ferrari að lenda í öðru sæti því aðeins sigur hefði fært honum heimsmeistaratitilinn. Sebastian Vettel fékk átta stig fyrir að enda í sjötta sætinu og það dugði honum til að vera ofar en Alonso í keppni ökumanna.
Allt það helsta úr kappakstrinum má sjá í þættinum Við endamarkið, en hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Við endamarkið: Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn
Mest lesið



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn

Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn
