Fréttaskýring: Vesturlönd í vanda en Asía dregur vagninn Magnús Halldórsson skrifar 26. nóvember 2012 21:31 Frá Peking höfuðborg Kína. Stærðirnar eru miklar í Kína, þar sem 20 prósent íbúa jarðar býr. Því er spáð, í nýju sérriti The Economist um horfur í efnahagsmálum og stjórnmálum fyrir árið 2013, að hagvöxtur verið 8,6 prósent í Kína á næsta ári. Á meðan staða efnahagsmála á Vesturlöndum, þ.e. í Evrópu og Bandaríkjunum, einkennist af erfiðleikum og veikum eða neikvæðum hagvexti, er staðan að lagast víða í Asíu. Þetta sýnir ítarleg umfjöllun The Economist, en sérrit blaðsins um horfur í efnhagsmálum og stjórnmálum á alþjóðavísu fyrir árið 2013, kom út í vikunni.40 prósent Sé horft sérstaklega til Asíu þá er því spáð að hagvöxtur í Kína verði 8,6 prósent á næsta ári, 6,5 prósent í Indlandi og 6,3 prósent í Indónesíu. Samtals býr um 40 prósent af íbúum jarðar í þessum þremur löndum, eða ríflega 2,8 milljarðar manna af ríflega sjö milljarða heildar íbúafjölda. Ríflega 1,3 milljarðar manna í Kína, 1,24 milljarðar í Indlandi og 250,8 milljónir í Indónesíu.Þau smærri líka Þá eru hagvaxtarhorfur fyrir ýmis smærri ríki Asíu einnig góðar, enda efnhagur margra þeirra um margt háður gangi mála í risunum Indlandi og Kína. Þannig er því spáð að hagvöxtur í Malasíu verði 4,6 prósent, í Sri Lanka 6,8 prósent, Tævan 3,6 prósent, Víetnam sex prósent, Tælandi 4,7 prósent, Suður-Kóreu 3,7 prósent og Singapor fjögur prósent, svo eitthvað sé nefnt.240 prósent Það er helst í Japan þar sem hagvöxtur hefur lítill verið, en því er spáð að hann verði 1,2 prósent á næsta ári, en efnahagur Japans er mun háðari gangi efnahagsmála í Bandaríkjunum og Evrópu heldur en önnur lönd Asíu. Helsta áhyggjuefnið í Japan, samkvæmt úttekt The Economist, eru miklar opinberar skuldir en þær nema nú ríflega 240 prósentum af árlegri landsframleiðslu.Evrópa í erfiðleikum Sé sérstaklega horft á einstaka heimsálfur þá eru horfurnar bestar í Asíu, Afríku sunnan Sahara og í Suður-Ameríku. Því er spáð að hagvöxtur í Norður-Ameríku, þ.e. Bandaríkjunum og Kanada, verði 2,2 prósent, 3,9 prósent í Suður-Ameríku, 3,8 prósent í Mið-Austurlöndum og norðurhluta Afríku, 4,8 prósent í Afríku sunnan Sahara, 6,4 prósent í Asíu, 2,9 prósent í Austur-Evrópu og 0,3 prósent í Vestur-Evrópu. Verstu hagvaxtarhorfurnar eru í Evrópu þegar allt er samantekið. Í ofanálag segir í skrifum The Economist að pólitísk óvissa sé óvíða meiri en í Evrópu, sem muni draga kraft úr hagkerfum stærstu ríkja álfunnar. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Á meðan staða efnahagsmála á Vesturlöndum, þ.e. í Evrópu og Bandaríkjunum, einkennist af erfiðleikum og veikum eða neikvæðum hagvexti, er staðan að lagast víða í Asíu. Þetta sýnir ítarleg umfjöllun The Economist, en sérrit blaðsins um horfur í efnhagsmálum og stjórnmálum á alþjóðavísu fyrir árið 2013, kom út í vikunni.40 prósent Sé horft sérstaklega til Asíu þá er því spáð að hagvöxtur í Kína verði 8,6 prósent á næsta ári, 6,5 prósent í Indlandi og 6,3 prósent í Indónesíu. Samtals býr um 40 prósent af íbúum jarðar í þessum þremur löndum, eða ríflega 2,8 milljarðar manna af ríflega sjö milljarða heildar íbúafjölda. Ríflega 1,3 milljarðar manna í Kína, 1,24 milljarðar í Indlandi og 250,8 milljónir í Indónesíu.Þau smærri líka Þá eru hagvaxtarhorfur fyrir ýmis smærri ríki Asíu einnig góðar, enda efnhagur margra þeirra um margt háður gangi mála í risunum Indlandi og Kína. Þannig er því spáð að hagvöxtur í Malasíu verði 4,6 prósent, í Sri Lanka 6,8 prósent, Tævan 3,6 prósent, Víetnam sex prósent, Tælandi 4,7 prósent, Suður-Kóreu 3,7 prósent og Singapor fjögur prósent, svo eitthvað sé nefnt.240 prósent Það er helst í Japan þar sem hagvöxtur hefur lítill verið, en því er spáð að hann verði 1,2 prósent á næsta ári, en efnahagur Japans er mun háðari gangi efnahagsmála í Bandaríkjunum og Evrópu heldur en önnur lönd Asíu. Helsta áhyggjuefnið í Japan, samkvæmt úttekt The Economist, eru miklar opinberar skuldir en þær nema nú ríflega 240 prósentum af árlegri landsframleiðslu.Evrópa í erfiðleikum Sé sérstaklega horft á einstaka heimsálfur þá eru horfurnar bestar í Asíu, Afríku sunnan Sahara og í Suður-Ameríku. Því er spáð að hagvöxtur í Norður-Ameríku, þ.e. Bandaríkjunum og Kanada, verði 2,2 prósent, 3,9 prósent í Suður-Ameríku, 3,8 prósent í Mið-Austurlöndum og norðurhluta Afríku, 4,8 prósent í Afríku sunnan Sahara, 6,4 prósent í Asíu, 2,9 prósent í Austur-Evrópu og 0,3 prósent í Vestur-Evrópu. Verstu hagvaxtarhorfurnar eru í Evrópu þegar allt er samantekið. Í ofanálag segir í skrifum The Economist að pólitísk óvissa sé óvíða meiri en í Evrópu, sem muni draga kraft úr hagkerfum stærstu ríkja álfunnar.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira