Lars von Trier og Peter Aalbæk í vafasömu fasteignabraski 27. nóvember 2012 06:21 Danski leikstjórinn Lars von Trier og framleiðandi hans Peter Aalbæk létu starfsmenn kvikmyndafélags síns vera í ábyrgð fyrir lánum sem þeir notuðu í fasteignabrask án þess að starfsmennirnir vissu af því. Politiken segir frá þessu en upphaf málsins má rekja aftur til ársins 2006. Þá samþykktu starfsmenn kvikmyndafélagsins Zentropa að verða hluthafar og kaupa nær helmingshlut í kvikmyndagerð félagsins á móti þeim Lars von Trier og Peter Aalbæk. Það sem gerist svo árið eftir er að Aalbæk skrifar undir lánasamninga í nafni dótturfélags Zentropa vegna fasteignakaupa þar sem þessir nýju hluthafar í Zentropa eru gerðir ábyrgir fyrir lánum upp á 12,5 milljón danskra króna eða hátt í 300 milljón króna án þess að hafa hugmynd um það. Þeir Lars von Trier og Aalbæk notuðu svo lánin til að braska með fasteignir í Avedøre einu af úthverfum Kaupmannahafnar. Þeir munu hafa grætt þó nokkrar milljónir danskra króna á þeim viðskiptum. Talsmaður starfsmannanna er æfur af reiði vegna málsins enda hefðu lánin getað lent í fanginu á starfsmönnunum. Aalbæk segir í samtali við Politiken að samningur hefði verið til um að starfsmennirnir myndu ekki bera skaða af lánunum en hann getur ekki lagt fram þann samning. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danski leikstjórinn Lars von Trier og framleiðandi hans Peter Aalbæk létu starfsmenn kvikmyndafélags síns vera í ábyrgð fyrir lánum sem þeir notuðu í fasteignabrask án þess að starfsmennirnir vissu af því. Politiken segir frá þessu en upphaf málsins má rekja aftur til ársins 2006. Þá samþykktu starfsmenn kvikmyndafélagsins Zentropa að verða hluthafar og kaupa nær helmingshlut í kvikmyndagerð félagsins á móti þeim Lars von Trier og Peter Aalbæk. Það sem gerist svo árið eftir er að Aalbæk skrifar undir lánasamninga í nafni dótturfélags Zentropa vegna fasteignakaupa þar sem þessir nýju hluthafar í Zentropa eru gerðir ábyrgir fyrir lánum upp á 12,5 milljón danskra króna eða hátt í 300 milljón króna án þess að hafa hugmynd um það. Þeir Lars von Trier og Aalbæk notuðu svo lánin til að braska með fasteignir í Avedøre einu af úthverfum Kaupmannahafnar. Þeir munu hafa grætt þó nokkrar milljónir danskra króna á þeim viðskiptum. Talsmaður starfsmannanna er æfur af reiði vegna málsins enda hefðu lánin getað lent í fanginu á starfsmönnunum. Aalbæk segir í samtali við Politiken að samningur hefði verið til um að starfsmennirnir myndu ekki bera skaða af lánunum en hann getur ekki lagt fram þann samning.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira