Wii U hittir í mark 27. nóvember 2012 11:47 Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. Alls seldust um 500 þúsund eintök á einni viku í Bandaríkjunum og er Wii U víða uppseld. Að sama skapi nýtur upprunalega Wii tölvan en hylli — hátt í 300 þúsund Wii leikjatölvur seldust í sömu viku. Þá hefur litla 3DS leikjatölvan frá Nintendo einnig slegið í gegn og selst í ríflega 22 milljónum eintaka síðan hún fór á markað í fyrra. Nintendo er stórhuga þegar kemur að Wii U leikjatölvunni. Fyrirtækið hefur átt í erfiðleikum með að halda í við leikjatölvur Sony og Microsoft en nú hefur Nintendo blásið til stórsóknar. Fyrirtækið hefur einnig kynnt minni og nettari útgáfu af Wii leikjatölvunni. Hún mun fara í almenna sölu á næstu vikum og kosta einungis 100 dollara í Bandaríkjunum. Wii U er að mörgu leyti byltingarkennt raftæki og er henni hampað sem nýrri kynslóð leikjatölva. Fjarstýring hennar er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er notendaviðmótið blásið upp og stækkað en um leið er höfuðáhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna.Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wii U hér fyrir ofan. Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. Alls seldust um 500 þúsund eintök á einni viku í Bandaríkjunum og er Wii U víða uppseld. Að sama skapi nýtur upprunalega Wii tölvan en hylli — hátt í 300 þúsund Wii leikjatölvur seldust í sömu viku. Þá hefur litla 3DS leikjatölvan frá Nintendo einnig slegið í gegn og selst í ríflega 22 milljónum eintaka síðan hún fór á markað í fyrra. Nintendo er stórhuga þegar kemur að Wii U leikjatölvunni. Fyrirtækið hefur átt í erfiðleikum með að halda í við leikjatölvur Sony og Microsoft en nú hefur Nintendo blásið til stórsóknar. Fyrirtækið hefur einnig kynnt minni og nettari útgáfu af Wii leikjatölvunni. Hún mun fara í almenna sölu á næstu vikum og kosta einungis 100 dollara í Bandaríkjunum. Wii U er að mörgu leyti byltingarkennt raftæki og er henni hampað sem nýrri kynslóð leikjatölva. Fjarstýring hennar er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er notendaviðmótið blásið upp og stækkað en um leið er höfuðáhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna.Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wii U hér fyrir ofan.
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira