Hamilton og Button jafnir eftir þriggja ára einvígi Birgir Þór Harðarson skrifar 29. nóvember 2012 06:00 Hamilton (til vinstri) og Button. Nordicphotos/Getty Lewis Hamilton yfirgefur McLaren-liðið í Formúlu 1 í vetur og færir sig um set,yfir til Mercedes. Jenson Button verður eftir hjá McLaren en þeir hafa verið liðsfélagar í þrjú ár. Það er því ekki seinna vænna en að bera þá kappa saman. Sir Jackie Stewart var hissa á því að Button, þá ríkjandi heimsmeistari, hefði skrifað undir samning við McLaren fyrir árið 2010 þar sem Hamilton réð ríkjum. McLaren var liðið hans Hamilton. "Hann gengur beint í ljónagryfjuna," sagði Stewart. Maður myndi því ætla að Hamilton hefði haft mikila yfirburði á öllum vígstöðvum í einvíginu sem þeir háðu í þessi þrjú ár. Svo er ekki. Með sigri sínum um helgina tryggði Button sér, til dæmis, fleiri stig en Hamilton, samtals yfir þessi þrjú ár. Hamilton hafði þó vinninginn þegar á heildina er litið, var oftar fljótari í tímatökum og vann fleiri kappakstra og lauk mun fleiri mótum í betra sæti en Button. Þeir Hamilton og Button óku samtals 58 mót sem liðsfélagar hjá McLaren. Button getur hins vegar verið ánægður með þessa útkomu því bæði var honum ekki spáð góðu gengi og Hamilton er vanalega skipaður með þremur bestu ökumönnum í heimi í dag. Mexíkóinn Sergio Perez tekur sæti Hamilton hjá McLaren á næsta ári. Jenson Button verður því í hlutverki leiðtoga innan liðsins þar sem Perez er enn óreyndur ökuþór og á eftir að sanna sig meðal stóru strákanna í Formúlu 1. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton yfirgefur McLaren-liðið í Formúlu 1 í vetur og færir sig um set,yfir til Mercedes. Jenson Button verður eftir hjá McLaren en þeir hafa verið liðsfélagar í þrjú ár. Það er því ekki seinna vænna en að bera þá kappa saman. Sir Jackie Stewart var hissa á því að Button, þá ríkjandi heimsmeistari, hefði skrifað undir samning við McLaren fyrir árið 2010 þar sem Hamilton réð ríkjum. McLaren var liðið hans Hamilton. "Hann gengur beint í ljónagryfjuna," sagði Stewart. Maður myndi því ætla að Hamilton hefði haft mikila yfirburði á öllum vígstöðvum í einvíginu sem þeir háðu í þessi þrjú ár. Svo er ekki. Með sigri sínum um helgina tryggði Button sér, til dæmis, fleiri stig en Hamilton, samtals yfir þessi þrjú ár. Hamilton hafði þó vinninginn þegar á heildina er litið, var oftar fljótari í tímatökum og vann fleiri kappakstra og lauk mun fleiri mótum í betra sæti en Button. Þeir Hamilton og Button óku samtals 58 mót sem liðsfélagar hjá McLaren. Button getur hins vegar verið ánægður með þessa útkomu því bæði var honum ekki spáð góðu gengi og Hamilton er vanalega skipaður með þremur bestu ökumönnum í heimi í dag. Mexíkóinn Sergio Perez tekur sæti Hamilton hjá McLaren á næsta ári. Jenson Button verður því í hlutverki leiðtoga innan liðsins þar sem Perez er enn óreyndur ökuþór og á eftir að sanna sig meðal stóru strákanna í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira