Vettel segir Alonso eiga titilinn jafn mikið skilið Birgir Þór Harðarson skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Þeir skáluðu félagarnir þegar þeir stóðu báðir á verðlaunapalli í Þýskalandi í sumar. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir Red Bull í Formúlu 1, segir keppinaut sinn, Fernando Alonso hjá Ferrari, eiga titilinn jafn mikið skilið og hann sjálfur. Báðir hafa ekið frábærlega í ár þó segja megi að Alonso hafi sýnt meiri áræðni. "Ef þú skoðar mótin sem þegar hafa verið ekin held ég að þau mót sem við höfum lent í vandræðum í séu jafn mörg," sagði Vettel. "Ég trúi því enn að sá sem á titilinn mest skilið sigri að lokum." Aðeins tvö mót eru eftir af tímabilinu. Alonso náði að klóra í bakkann í Abu Dhabi fyrir viku síðan og minnkaði þar forskot Vettel í tíu stig. Alonso hafði mest 42 stig í forskot á Vettel í sumar. "Ég vona að liðið mitt standi sig vel í þessum tveimur mótum sem eftir eru. Við erum í dauðafæri til að vinna tilinn." Sebastian Vettel mun ræsa sinn 100. kappakstur í Bandaríkjunum um næstu helgi. Hann er þegar orðinn tvöfaldur heimsmeistari og getur, með sigri þar og lélegum úrslitum Alonso, tryggt sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. "Þetta hefur allt liðið svo hratt," svaraði hann þegar þessi staðreynd var borin undir hann. "Eitt hundrað er stór tala - 100 kappakstrar hljómar mikið: 100 ræsingar og 100 sinnum í gegnum fyrstu beygju." Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir Red Bull í Formúlu 1, segir keppinaut sinn, Fernando Alonso hjá Ferrari, eiga titilinn jafn mikið skilið og hann sjálfur. Báðir hafa ekið frábærlega í ár þó segja megi að Alonso hafi sýnt meiri áræðni. "Ef þú skoðar mótin sem þegar hafa verið ekin held ég að þau mót sem við höfum lent í vandræðum í séu jafn mörg," sagði Vettel. "Ég trúi því enn að sá sem á titilinn mest skilið sigri að lokum." Aðeins tvö mót eru eftir af tímabilinu. Alonso náði að klóra í bakkann í Abu Dhabi fyrir viku síðan og minnkaði þar forskot Vettel í tíu stig. Alonso hafði mest 42 stig í forskot á Vettel í sumar. "Ég vona að liðið mitt standi sig vel í þessum tveimur mótum sem eftir eru. Við erum í dauðafæri til að vinna tilinn." Sebastian Vettel mun ræsa sinn 100. kappakstur í Bandaríkjunum um næstu helgi. Hann er þegar orðinn tvöfaldur heimsmeistari og getur, með sigri þar og lélegum úrslitum Alonso, tryggt sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. "Þetta hefur allt liðið svo hratt," svaraði hann þegar þessi staðreynd var borin undir hann. "Eitt hundrað er stór tala - 100 kappakstrar hljómar mikið: 100 ræsingar og 100 sinnum í gegnum fyrstu beygju."
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira