Þrekvirki um ást og illsku Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 14. nóvember 2012 10:51 Illska Eiríkur Örn Norðdahl Mál og Menning Illska fjallar um ástarsamband Ómars Arnarsonar og Agnesar Lukauskas. Hún fjallar líka um ástarsamband Agnesar Lukauskas og nýnasistans Arnórs Þórðarsonar. En fyrst og fremst fjallar hún um helförina á hugvitssamlegan og hressilegan máta. Það er mikil leikgleði í textanum þótt hann fjalli öðrum þræði um skelfilegasta harmleik mannkynssögunnar. Sagan nær yfir langan tíma og ótrúlega mikið landsvæði; Ísland þvert og endilangt, Evrópu þvera og endilanga. Ómar flýr frá Agnesi og eltist við hana og Agnes flýr frá og eltist við Arnór, fram og til baka. Sagan af þessum magnaða ástarþríhyrningi kallast svo á við söguna af forfeðrum Agnesar á tímum helfararinnar, auk þess sem ævisögur ástfangna fólksins eru tíundaðar. Þau sem láta náttúruleysið í íslenskum samtímabókmenntum fara í taugarnar á sér eiga hér von á góðu. Illska er að mörgu leyti mjög líkamleg bók (og já, mikið xxxxð í henni) enda umfjöllunarefnið stórar ástríður og mikil örlög. Samband höfundar við lesanda sinn er líka betra en gengur og gerist og á köflum telur hann á sína ábyrgð að halda lesendum við efnið, er með ýmsa útúrdúra og grín og hrósar jafnvel sjálfum sér fyrir vel unnin störf: "Askan sveif upp í loft og stíflaði flugleiðirnar einsog slímþrungin vorpest í nefholi himinhvolfanna (finnst ykkur það ekki frábær myndlíking?)." (177) Í Illsku er að finna djúpar pælingar um eðli fasismans - og líka ekki svo djúpar, en stórfyndnar vangaveltur sem fá mann til að snökta af hlátri. Þau sem hafa helförina á heilanum munu fá vatn á myllu þráhyggju sinnar. Og þau sem ekki hafa kynnt sér helförina að gagni munu fá að vita allt um hana. Þetta "allt" er matreitt á svo skemmtilegan hátt að erfitt er að ímynda sér að hægt sé að gera betur. Sagan er líka fléttuð af fimi og öryggi; hver kafli á sínum stað, þótt formið sé tilraunakennt. Fróðleikurinn um helförina ætti ekki einungis að vera ómetanlegur þeim sem eru forvitnir um þetta tímaskeið í sögunni, heldur líka þeim sem láta sig samtíma sinn nokkru varða. Ef marka má Eirík Örn, þá liggja fasískar hugmyndir alls staðar í leyni og hverri hugsandi manneskju ber skylda til að vera vel á varðbergi. Kannski er það niðurstaða verksins að svarthvítur heimur sé ekki til - að hrein illska sé ekki til, heldur geti óttinn sem býr innra með okkur (nærður við ákveðnar aðstæður) skapað ólýsanlegar hörmungar á borð við helförina. Illska er stór og mikil bók (540 síður) en aldrei fær lesandi á tilfinninguna að það hefði mátt stytta hana. Hún er bara nákvæmlega eins og hún á að vera: Fróðleg, skemmtileg, sorgleg og fyndin. Hún miðlar sagnfræði, ástarsögu, heimspekilegum pælingum og gamanmálum ? (hér vantar meira pláss). Allt er þetta svo vel gert, frumlegt og flott að það er eiginlega óhugnanlegt. Niðurstaða: Klikkuð bók. Lesið hana! Gagnrýni Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Illska Eiríkur Örn Norðdahl Mál og Menning Illska fjallar um ástarsamband Ómars Arnarsonar og Agnesar Lukauskas. Hún fjallar líka um ástarsamband Agnesar Lukauskas og nýnasistans Arnórs Þórðarsonar. En fyrst og fremst fjallar hún um helförina á hugvitssamlegan og hressilegan máta. Það er mikil leikgleði í textanum þótt hann fjalli öðrum þræði um skelfilegasta harmleik mannkynssögunnar. Sagan nær yfir langan tíma og ótrúlega mikið landsvæði; Ísland þvert og endilangt, Evrópu þvera og endilanga. Ómar flýr frá Agnesi og eltist við hana og Agnes flýr frá og eltist við Arnór, fram og til baka. Sagan af þessum magnaða ástarþríhyrningi kallast svo á við söguna af forfeðrum Agnesar á tímum helfararinnar, auk þess sem ævisögur ástfangna fólksins eru tíundaðar. Þau sem láta náttúruleysið í íslenskum samtímabókmenntum fara í taugarnar á sér eiga hér von á góðu. Illska er að mörgu leyti mjög líkamleg bók (og já, mikið xxxxð í henni) enda umfjöllunarefnið stórar ástríður og mikil örlög. Samband höfundar við lesanda sinn er líka betra en gengur og gerist og á köflum telur hann á sína ábyrgð að halda lesendum við efnið, er með ýmsa útúrdúra og grín og hrósar jafnvel sjálfum sér fyrir vel unnin störf: "Askan sveif upp í loft og stíflaði flugleiðirnar einsog slímþrungin vorpest í nefholi himinhvolfanna (finnst ykkur það ekki frábær myndlíking?)." (177) Í Illsku er að finna djúpar pælingar um eðli fasismans - og líka ekki svo djúpar, en stórfyndnar vangaveltur sem fá mann til að snökta af hlátri. Þau sem hafa helförina á heilanum munu fá vatn á myllu þráhyggju sinnar. Og þau sem ekki hafa kynnt sér helförina að gagni munu fá að vita allt um hana. Þetta "allt" er matreitt á svo skemmtilegan hátt að erfitt er að ímynda sér að hægt sé að gera betur. Sagan er líka fléttuð af fimi og öryggi; hver kafli á sínum stað, þótt formið sé tilraunakennt. Fróðleikurinn um helförina ætti ekki einungis að vera ómetanlegur þeim sem eru forvitnir um þetta tímaskeið í sögunni, heldur líka þeim sem láta sig samtíma sinn nokkru varða. Ef marka má Eirík Örn, þá liggja fasískar hugmyndir alls staðar í leyni og hverri hugsandi manneskju ber skylda til að vera vel á varðbergi. Kannski er það niðurstaða verksins að svarthvítur heimur sé ekki til - að hrein illska sé ekki til, heldur geti óttinn sem býr innra með okkur (nærður við ákveðnar aðstæður) skapað ólýsanlegar hörmungar á borð við helförina. Illska er stór og mikil bók (540 síður) en aldrei fær lesandi á tilfinninguna að það hefði mátt stytta hana. Hún er bara nákvæmlega eins og hún á að vera: Fróðleg, skemmtileg, sorgleg og fyndin. Hún miðlar sagnfræði, ástarsögu, heimspekilegum pælingum og gamanmálum ? (hér vantar meira pláss). Allt er þetta svo vel gert, frumlegt og flott að það er eiginlega óhugnanlegt. Niðurstaða: Klikkuð bók. Lesið hana!
Gagnrýni Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira