Þór úr Þorlákshöfn og KFÍ frá Ísafirði hafa bæði skipt um bandaríska leikmenn í sínum liðum.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, ákvað að skipta út Robert Diggs fyrir nýjan leikmann sem heitir David Jackson. Hann verður með liðinu í kvöld þegar að Þór tekur á móti Fjölni í Domino's-deild karla.
Benedikt sagði við karfan.is að Jackson væri fjölhæfur leikmaður sem væri sterkur varnarmaður. Hann útskrifaðist frá Penn State í fyrra og spilaði í Portúgal á síðustu leiktíð.
Þá spilaði nýr Kani með KFÍ í gær. Sá heitir Damier Pitts og kemur í stað BJ Spencer. Pitts skoraði sautján stig í gær auk þess að taka fimm fráköst og gefa fjórar stoðsendingar.
Þá er Hlynur Hreinsson aftur kominn til félagsins eftir dvöl í Danmörku. Hann spilaði með KFÍ í gær en skoraði ekki.
Þór og KFÍ skipta um Kana
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
