Kvennalið Snæfells er komið áfram í átta liða úrslit Powerade-bikars kvenna í körfubolta eftir 19 stiga sigur á Fjölni, 76-57, í Stykkishólmi í kvöld. Þetta var fyrsti leikurinn í sextán liða úrslitunum sem fara fram um helgina.
Sigur Snæfells var öruggur en liðið var komið átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-17, og var með þrettán stiga forskot í hálfleik, 43-30.
Hildur Sigurðardóttir var atkvæðamest hjá Snæfelli með 17 stig og 7 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 14 stig og Alda Leif Jónsdóttir var með 12 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar.
Britney Jones skoraði 28 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í liði Fjölnis og Bergdís Ragnarsdóttir var með 12 stig.
Snæfell-Fjölnir 76-57 (25-17, 18-13, 19-14, 14-13)
Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 17/7 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 14/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Kieraah Marlow 11/14 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 10/10 fráköst, Rósa Indriðadóttir 9/5 fráköst, Aníta Sæþórsdóttir 2, Ellen Alfa Högnadóttir 1.
Fjölnir: Britney Jones 28/7 fráköst/6 stoðsendingar, Bergdís Ragnarsdóttir 12/4 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 6/7 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/4 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3/5 fráköst, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 2, Fanney Lind Guðmundsdóttir 2.
Snæfellskonur örugglega áfram í bikarnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1


Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn



