Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2012 21:07 Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins og íbúarnir búa við einhverjar verstu vegasamgöngur sem um getur hérlendis, - lengstu holóttu malarvegi heim til sín sem auk þess er ekki haldið opnum yfir háveturinn,- og þeir eiga líka lengst allra landsmanna að sækja í næsta þjónustukjarna, sem er Hólmavík, hundrað kílómetra í burtu. Skóli sveitarinnar að Finnbogastöðum er fámennasti grunnskóli á Íslandi. Þar urðu þau ánægjulegu tíðindi í haust að nemendum fjölgaði um 50 prósent, úr fjórum í sex, og ekki er nema þrjú ár frá því nemendur voru aðeins tveir. Skólastjórinn, Elísa Ösp Valgeirsdóttir, er uppalin á höfuðbólinu Árnesi og er nú flutt heim á ný eftir fjórtán ára búsetu fyrir sunnan. „Mér finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi," segir Elísa. Hún segir að krakkarnir, sem ólust með henni upp í Árneshreppi og fóru síðan annað til að afla sér menntunar, séu allir að reyna að finna leiðir til að flytja heim aftur til að viðhalda byggðinni. Hún er lærður kennari og þegar skólastjórastaðan losnaði sótti hún um, fékk starfið og flutti með eiginmanni, Ingvari Bjarnasyni úr Hafnarfirði, og þremur börnum og þau hafa nú tekið við sauðfjárbúi foreldra hennar. Þannig segist Elísa vilja leggja sitt af mörkum í von um að það hafi snjóboltaáhrif og að fleira ungt fólk flytji í hreppinn. Tölur um fólksfækkun eru ógnvekjandi, - íbúarnir eru bara 40 núna í vetur, voru 150 fyrir aldarfjórðungi en yfir fimmhundruð fyrir sextíu árum. Oddvitinn, Oddný Þórðardóttir á Krossanesi, kveðst samt bjartsýn um byggðina. Ekki sé annað hægt þegar ungt fólk flytji í hreppinn og taki við búum, eins og nú hafi gerst á tveimur bæjum í Trékyllisvík. Þátturinn í kvöld úr Árneshreppi var sá fyrri af tveimur. Sá seinni verður á dagskrá næsta sunnudagskvöld og þá verður haldið áfram að fjalla um mannlíf í hreppnum og ný tækifæri sem þar eru að skapast. Árneshreppur Um land allt Tengdar fréttir Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins og íbúarnir búa við einhverjar verstu vegasamgöngur sem um getur hérlendis, - lengstu holóttu malarvegi heim til sín sem auk þess er ekki haldið opnum yfir háveturinn,- og þeir eiga líka lengst allra landsmanna að sækja í næsta þjónustukjarna, sem er Hólmavík, hundrað kílómetra í burtu. Skóli sveitarinnar að Finnbogastöðum er fámennasti grunnskóli á Íslandi. Þar urðu þau ánægjulegu tíðindi í haust að nemendum fjölgaði um 50 prósent, úr fjórum í sex, og ekki er nema þrjú ár frá því nemendur voru aðeins tveir. Skólastjórinn, Elísa Ösp Valgeirsdóttir, er uppalin á höfuðbólinu Árnesi og er nú flutt heim á ný eftir fjórtán ára búsetu fyrir sunnan. „Mér finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi," segir Elísa. Hún segir að krakkarnir, sem ólust með henni upp í Árneshreppi og fóru síðan annað til að afla sér menntunar, séu allir að reyna að finna leiðir til að flytja heim aftur til að viðhalda byggðinni. Hún er lærður kennari og þegar skólastjórastaðan losnaði sótti hún um, fékk starfið og flutti með eiginmanni, Ingvari Bjarnasyni úr Hafnarfirði, og þremur börnum og þau hafa nú tekið við sauðfjárbúi foreldra hennar. Þannig segist Elísa vilja leggja sitt af mörkum í von um að það hafi snjóboltaáhrif og að fleira ungt fólk flytji í hreppinn. Tölur um fólksfækkun eru ógnvekjandi, - íbúarnir eru bara 40 núna í vetur, voru 150 fyrir aldarfjórðungi en yfir fimmhundruð fyrir sextíu árum. Oddvitinn, Oddný Þórðardóttir á Krossanesi, kveðst samt bjartsýn um byggðina. Ekki sé annað hægt þegar ungt fólk flytji í hreppinn og taki við búum, eins og nú hafi gerst á tveimur bæjum í Trékyllisvík. Þátturinn í kvöld úr Árneshreppi var sá fyrri af tveimur. Sá seinni verður á dagskrá næsta sunnudagskvöld og þá verður haldið áfram að fjalla um mannlíf í hreppnum og ný tækifæri sem þar eru að skapast.
Árneshreppur Um land allt Tengdar fréttir Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21