Hamilton frábær í Bandaríkjunum Birgir Þór Harðarson skrifar 19. nóvember 2012 06:00 Lewis Hamilton ók frábærlega í bandaríska kappakstrinum í gær þegar hann kom í mark á undan Sebastian Vettel. Fernando Alonso stóð á verðlaunapallinum með þeim en þetta var í fyrsta sinn sem þessir þrír ökuþórar deildu verðlaunapallinum. En það voru Felipe Massa og Jenson Button sem voru frábærir líka. Massa ræsti ellefti og Button ræsti tólfti en þeir náðu að vinna sig upp í fjórða og fimmta sæti. Þeir þurftu líka að hafa mikið fyrir því. Blaðamaður Vísis hefur gefið ökumönnum einkunnir í samræmi við frammistöðu þeirra í kappakstrinum. Nokkrir punktar1. Lewis Hamilton Hamilton ók frábærlega í Bandaríkjunum. Antony Hamilton, faðir Lewis, sagði að þetta hefði verið besta frammistaða Hamilton á ferlinum. Lewis var einnig mjög ánægður með sjálfan sig eftir að hann kom í mark enda ekki á hverjum degi sem Sebastian Vettel þarf að láta í minni pokann. 2. Sebastian Vettel Red Bull-liðið vann heimsmeistaratitil bílasmiða í Bandaríkjunum. Vettel gerði það sem hann þurfti til að láta það verða að veruleika. En eftir að hafa ræst fremstur var búist við að hann myndi vinna mótið og tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Red Bull-bíllinn er eftir allt saman lang rennilegasti bíllinn á ráslínunni. Vettel hlýtur að vera ónánægður með að hafa ekki klárað dæmið í Bandaríkjunum. 3. Fernando Alonso Alonso heldur áfram að koma á óvart í Ferrari-bílnum. Sé Alonso gefið verkefni mun hann klára það og gera enn betur en ætlast var til. Alonso ræsti kappaksturinn í sjöunda sæti en var kominn í það fjórða eftir fyrstu beygju. Hann hélt því svo til enda og ók fanta vel og endaði þriðji. 4. Felipe Massa Massa hefur fallið í skuggan af Alonso í allt sumar. Í vor var meira að segja rætt um að hann væri á förum frá Ferrari. En hann hefur snúið þessari vertíð úr vonbrigðum í eitthvað sem hann getur verið nokkuð sáttur með. Massa ók úr ellefta sæti endaði fjórði eftir að hafa háð frábæra baráttu á brautinni. 5. Jenson Button Button sýndi enn og aftur hversu fágaður ökuþór hann er. Hann ræsti aðeins tólfti því bíllinn bilaði í miðjum tímatökum á laugardaginn en hann lét það ekki á sig fá, mætti jákvæður til leiks í gær og ók á yfirvegaðan máta í mark í fimmta sæti. Þá verður að minnast á það hversu frábæran skilning Button hefur á kappakstrinum og hvað hann hugsar mikið undir stýri. Hann er alltaf með það á hreinu hvar keppninautarnir eru í kappakstrinum. 13. Nico Rosberg Mercedes-bíllinn lét illa af stjórn í tímatökunum á laugardaginn. Rosberg var látinn aka gamalli gerð Mercedes-bílsins en Schumacher þeirri nýju. Rosberg kláraði kappaksturinn í þrettánda sæti, sem undir venjulegum kringumstæðum mundi ekki teljast ásættanlegt en sé litið til þess að hann ræsti sautjándi verður árangurinn að teljast góður. 15. Michael Schumacher Gamli heimsmeistarinn tók þátt í sínu næst síðasta móti á ferlinum um helgina og heillaði ekki. Hann ræsti fimmti eftir að hafa ekið frábæran hring í tímatökum en féll hratt niður listann í kappakstrinum. Hann lauk mótinu tveimur sætum á eftir liðsfélaga sínum - í fimmtánda sæti. Það eru léleg úrslit frá sjöföldum heimsmeistara. Formúla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton ók frábærlega í bandaríska kappakstrinum í gær þegar hann kom í mark á undan Sebastian Vettel. Fernando Alonso stóð á verðlaunapallinum með þeim en þetta var í fyrsta sinn sem þessir þrír ökuþórar deildu verðlaunapallinum. En það voru Felipe Massa og Jenson Button sem voru frábærir líka. Massa ræsti ellefti og Button ræsti tólfti en þeir náðu að vinna sig upp í fjórða og fimmta sæti. Þeir þurftu líka að hafa mikið fyrir því. Blaðamaður Vísis hefur gefið ökumönnum einkunnir í samræmi við frammistöðu þeirra í kappakstrinum. Nokkrir punktar1. Lewis Hamilton Hamilton ók frábærlega í Bandaríkjunum. Antony Hamilton, faðir Lewis, sagði að þetta hefði verið besta frammistaða Hamilton á ferlinum. Lewis var einnig mjög ánægður með sjálfan sig eftir að hann kom í mark enda ekki á hverjum degi sem Sebastian Vettel þarf að láta í minni pokann. 2. Sebastian Vettel Red Bull-liðið vann heimsmeistaratitil bílasmiða í Bandaríkjunum. Vettel gerði það sem hann þurfti til að láta það verða að veruleika. En eftir að hafa ræst fremstur var búist við að hann myndi vinna mótið og tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Red Bull-bíllinn er eftir allt saman lang rennilegasti bíllinn á ráslínunni. Vettel hlýtur að vera ónánægður með að hafa ekki klárað dæmið í Bandaríkjunum. 3. Fernando Alonso Alonso heldur áfram að koma á óvart í Ferrari-bílnum. Sé Alonso gefið verkefni mun hann klára það og gera enn betur en ætlast var til. Alonso ræsti kappaksturinn í sjöunda sæti en var kominn í það fjórða eftir fyrstu beygju. Hann hélt því svo til enda og ók fanta vel og endaði þriðji. 4. Felipe Massa Massa hefur fallið í skuggan af Alonso í allt sumar. Í vor var meira að segja rætt um að hann væri á förum frá Ferrari. En hann hefur snúið þessari vertíð úr vonbrigðum í eitthvað sem hann getur verið nokkuð sáttur með. Massa ók úr ellefta sæti endaði fjórði eftir að hafa háð frábæra baráttu á brautinni. 5. Jenson Button Button sýndi enn og aftur hversu fágaður ökuþór hann er. Hann ræsti aðeins tólfti því bíllinn bilaði í miðjum tímatökum á laugardaginn en hann lét það ekki á sig fá, mætti jákvæður til leiks í gær og ók á yfirvegaðan máta í mark í fimmta sæti. Þá verður að minnast á það hversu frábæran skilning Button hefur á kappakstrinum og hvað hann hugsar mikið undir stýri. Hann er alltaf með það á hreinu hvar keppninautarnir eru í kappakstrinum. 13. Nico Rosberg Mercedes-bíllinn lét illa af stjórn í tímatökunum á laugardaginn. Rosberg var látinn aka gamalli gerð Mercedes-bílsins en Schumacher þeirri nýju. Rosberg kláraði kappaksturinn í þrettánda sæti, sem undir venjulegum kringumstæðum mundi ekki teljast ásættanlegt en sé litið til þess að hann ræsti sautjándi verður árangurinn að teljast góður. 15. Michael Schumacher Gamli heimsmeistarinn tók þátt í sínu næst síðasta móti á ferlinum um helgina og heillaði ekki. Hann ræsti fimmti eftir að hafa ekið frábæran hring í tímatökum en féll hratt niður listann í kappakstrinum. Hann lauk mótinu tveimur sætum á eftir liðsfélaga sínum - í fimmtánda sæti. Það eru léleg úrslit frá sjöföldum heimsmeistara.
Formúla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira