SAS flugfélagið bjargaðist fyrir horn í nótt 19. nóvember 2012 06:17 Allar líkur eru á að SAS flugfélaginu hafi tekist að bjarga sér fyrir horn í nótt. Samningafundir við forystumenn verkalýðsfélaga starfsmanna félagsins stóðu yfir í alla nótt. Í morgun var tilkynnt að náðst hefði sögulegur samningur við verkalýðsfélög flugmanna í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og við verkalýðsfélög flugliða í Noregi og Svíþjóð. Aðeins á eftir að ganga frá samningum við verkalýðsfélag flugliða í Danmörku. Hefðu þessir samningar ekki tekist var SAS reiðubúið að lýsa sig gjaldþrota í dag. Samningarnir fela í sér verulegar kjaraskerðingar fyrir starfsmennina en þeir voru liður í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum félagsins. Fyrrgreindir starfsmenn munu taka á sig allt að 15% launaskerðingu, laun millistjórnenda munu lækka um 17% og forstjórinn tekur á sig 20% launalækkun. Þá mun vinnuskylda starfsmannanna aukast úr 42 tímum á viku og upp í 47,5 tíma. Auk þessa mun eftirlaunaaldurinn hækka úr 60 árum og í 65 ár. Þessir samningar og aðrar sparnaðaraðgerðir sem kynntar voru í síðustu viku eru forsenda þess að SAS fái lán frá sex bönkum upp á rúmlega 4 milljarða danskra kr. eða tæplega 90 milljarða króna til að halda rekstri sínum gangandi. Eftir að ljóst var í morgun að nær öll verkalýðsfélögin hefðu samið hækkaði verð á hlutabréfum SAS um ríflega 20% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Allar líkur eru á að SAS flugfélaginu hafi tekist að bjarga sér fyrir horn í nótt. Samningafundir við forystumenn verkalýðsfélaga starfsmanna félagsins stóðu yfir í alla nótt. Í morgun var tilkynnt að náðst hefði sögulegur samningur við verkalýðsfélög flugmanna í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og við verkalýðsfélög flugliða í Noregi og Svíþjóð. Aðeins á eftir að ganga frá samningum við verkalýðsfélag flugliða í Danmörku. Hefðu þessir samningar ekki tekist var SAS reiðubúið að lýsa sig gjaldþrota í dag. Samningarnir fela í sér verulegar kjaraskerðingar fyrir starfsmennina en þeir voru liður í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum félagsins. Fyrrgreindir starfsmenn munu taka á sig allt að 15% launaskerðingu, laun millistjórnenda munu lækka um 17% og forstjórinn tekur á sig 20% launalækkun. Þá mun vinnuskylda starfsmannanna aukast úr 42 tímum á viku og upp í 47,5 tíma. Auk þessa mun eftirlaunaaldurinn hækka úr 60 árum og í 65 ár. Þessir samningar og aðrar sparnaðaraðgerðir sem kynntar voru í síðustu viku eru forsenda þess að SAS fái lán frá sex bönkum upp á rúmlega 4 milljarða danskra kr. eða tæplega 90 milljarða króna til að halda rekstri sínum gangandi. Eftir að ljóst var í morgun að nær öll verkalýðsfélögin hefðu samið hækkaði verð á hlutabréfum SAS um ríflega 20% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira