Fótbolti

Nýr þjálfari þýðir vonandi fleiri tækifæri fyrir Birki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Mynd/Nordic Photos/Getty
Birkir Bjarnason og félagar í ítalska liðinu Pescara fá nýjan þjálfara á næstunni eftir að Giovanni Stroppa hætti með liðið eftir 1-0 tap á móti Siena um helgina.

Pescara tapaði þarna í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum og Birkir hefur þurft að verma bekkinn í þeim öllum. Liðið er eins og er í 17. sæti af 20 liðum.

Giovanni Stroppa gaf Birki fá tækifæri á tímabilinu en íslenski landsliðsmaðurinn hefur aðeins tvisvar sinnum verið í byrjunarliðinu í fyrstu þrettán leikjunum og níu sinnum þurft að dúsa á bekknum allan leikinn.

Birkir er fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur sem dæmi spilað í 444 mínútur í íslenska landsliðsbúningnum frá því í ágúst en aðeins í 177 mínútu með Pescara í ítölsku A-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×