Hamilton greip tækifærið þegar Vettel lenti í vandræðum Birgir Þór Harðarson skrifar 3. nóvember 2012 14:23 Hamilton, Webber og Vettel ræsa fremstir á morgun. nordicphotos/afp Lewis Hamilton ræsir af fremsta rásstað í Abu Dhabi-kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag og var langfljótastur. Það er ekki á hverjum degi sem heimsmeistarinn Sebastian Vettel á slæman dag. Sá dagur rann upp í dag þegar tímatökur fyrir kappaksturinn í Abu Dhabi fóru fram. Vettel náði þriðja besta tíma á eftir liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel þurfti að stöðva bílinn áður en hann komst inn á viðgerðarsvæðið eftir síðustu lotu tímatökunnar. Christian Horner sagði við Sky Sports að Renault vélaframleiðandinn hefði beðið liðið um að stoppa bílinn. Horner gat samt ekki sagt hvað væri að. Vettel gæti fengið einhverja refsingu fyrir að koma bílnum ekki inn á viðgerðarsvæðið. Ef um er að ræða eldsneytisleysi fær hann refsingu. Rafallinn í bíl Vettels hefur verið til vandræða svo það gæti verið málið. Vettel vissi ekki hvers vegna hann var beðinn um að stoppa bílinn þegar hann var spurður um það á blaðamannafundinum. Hann hafði þó ekki miklar áhyggjur af bílnum fyrir keppnina á morgun. Ferrari ökuþórinn Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettels um heimsmeistaratitil ársins ræsir sjöundi á eftir Jenson Button á McLaren. Kimi Raikkönen ræsir í fimmta sæti. Pastor Maldonado á Williams kom á óvart og náði fjórða besta tíma. Liðsfélagi hans er aðeins fimmtándi. Romain Grosjean gæti fengið refsingu fyrir að aka í veg fyrir Alonso á viðgerðarsvæðinu. Dómararnir eru að fara yfir það nú eftir tímatökuna. Kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Vettel var í vandræðum með bremsurnar í morgun. Eitthvað klikkaði svo í lok tímatökunnar. Formúla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton ræsir af fremsta rásstað í Abu Dhabi-kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag og var langfljótastur. Það er ekki á hverjum degi sem heimsmeistarinn Sebastian Vettel á slæman dag. Sá dagur rann upp í dag þegar tímatökur fyrir kappaksturinn í Abu Dhabi fóru fram. Vettel náði þriðja besta tíma á eftir liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel þurfti að stöðva bílinn áður en hann komst inn á viðgerðarsvæðið eftir síðustu lotu tímatökunnar. Christian Horner sagði við Sky Sports að Renault vélaframleiðandinn hefði beðið liðið um að stoppa bílinn. Horner gat samt ekki sagt hvað væri að. Vettel gæti fengið einhverja refsingu fyrir að koma bílnum ekki inn á viðgerðarsvæðið. Ef um er að ræða eldsneytisleysi fær hann refsingu. Rafallinn í bíl Vettels hefur verið til vandræða svo það gæti verið málið. Vettel vissi ekki hvers vegna hann var beðinn um að stoppa bílinn þegar hann var spurður um það á blaðamannafundinum. Hann hafði þó ekki miklar áhyggjur af bílnum fyrir keppnina á morgun. Ferrari ökuþórinn Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettels um heimsmeistaratitil ársins ræsir sjöundi á eftir Jenson Button á McLaren. Kimi Raikkönen ræsir í fimmta sæti. Pastor Maldonado á Williams kom á óvart og náði fjórða besta tíma. Liðsfélagi hans er aðeins fimmtándi. Romain Grosjean gæti fengið refsingu fyrir að aka í veg fyrir Alonso á viðgerðarsvæðinu. Dómararnir eru að fara yfir það nú eftir tímatökuna. Kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Vettel var í vandræðum með bremsurnar í morgun. Eitthvað klikkaði svo í lok tímatökunnar.
Formúla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira