Erótíska bylgjan heldur áfram 5. nóvember 2012 15:13 Sylvia Day Bylgja erótískra bókmennta, sem bækur á borð við 50 gráa skugga hafa hrundið af stað, heldur áfram undir merkjum Crossfire-bálksins eftir bandaríska höfundinn Sylviu Day. Day hefur gefið út þrjár bækur í Crossfire-þríleiknum, sem eiga það sameiginlegt með 50 gráum skuggum að fjalla um samskipti hrjáðs auðmanns og fagurrar konu og er barmafull af bersöglum kynlífslýsingum. Fyrsta bókin, Bared to You, sló í gegn þegar hún kom út í apríl. Day gaf hana sjálf út en útgáfurisinn var fljótur að tryggja sér útgáfuréttinn og hefur engin bók í sögu forlagsins selst jafn hratt í Bretlandi. Önnur bókin, Reflected in You, sem kom út í rafútgáfu í byrjun október, seldist í 286 þúsund eintökum í Bandaríkjunum fyrstu vikuna eftir útgáfu og hefur trónað á toppi breska Amazonlistans nær allan mánuðinn. Bókin kom út í kilju í Bretlandi 23. október og seldist í tæplega 83 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Aðeins tvær kiljur hafa selst í fleiri eintökum á einni viku í Bretlandi; Casual Vacancy eftir J.K. Rowling og Týnda táknið eftir Dan Brown. Day á þó nokkuð í land með að ná sölutölum E.L. James en skuggabálkur hennar hefur selst í tugum milljóna. Þriðja bókin í Crossfire-bálkinum, Entwined in You, er væntanleg á næsta ári. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Bylgja erótískra bókmennta, sem bækur á borð við 50 gráa skugga hafa hrundið af stað, heldur áfram undir merkjum Crossfire-bálksins eftir bandaríska höfundinn Sylviu Day. Day hefur gefið út þrjár bækur í Crossfire-þríleiknum, sem eiga það sameiginlegt með 50 gráum skuggum að fjalla um samskipti hrjáðs auðmanns og fagurrar konu og er barmafull af bersöglum kynlífslýsingum. Fyrsta bókin, Bared to You, sló í gegn þegar hún kom út í apríl. Day gaf hana sjálf út en útgáfurisinn var fljótur að tryggja sér útgáfuréttinn og hefur engin bók í sögu forlagsins selst jafn hratt í Bretlandi. Önnur bókin, Reflected in You, sem kom út í rafútgáfu í byrjun október, seldist í 286 þúsund eintökum í Bandaríkjunum fyrstu vikuna eftir útgáfu og hefur trónað á toppi breska Amazonlistans nær allan mánuðinn. Bókin kom út í kilju í Bretlandi 23. október og seldist í tæplega 83 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Aðeins tvær kiljur hafa selst í fleiri eintökum á einni viku í Bretlandi; Casual Vacancy eftir J.K. Rowling og Týnda táknið eftir Dan Brown. Day á þó nokkuð í land með að ná sölutölum E.L. James en skuggabálkur hennar hefur selst í tugum milljóna. Þriðja bókin í Crossfire-bálkinum, Entwined in You, er væntanleg á næsta ári.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira