Aukaspyrnumark Þjóðverjans Mesut Özil í blálokin bjargaði Real Madrid um eitt stig gegn Dortmund á heimavelli sínum í kvöld. Þjálfarinn, Jose Mourinho, hefur engar áhyggjur af því að liðið komist ekki áfram.
"Þetta er erfiðasti riðill keppninnar og ef við förum áfram en lendum í öðru sæti verður það áhyggjuefni fyrir liðin sem vinna sína riðli," sagði Portúgalinn kokhraustur að vanda.
"Í þau tvö skipti sem ég hef unnið Meistaradeildina enduðum við í öðru sæti í riðlakeppninni. Það er engin dramatík í gangi hjá okkur.
"Við gerðum tvö varnarmistök í dag. Það má ekki gegn góðum liðum. Þau slátra manni fyrir mistök. Dortmund setti okkur undir mikla pressu í fyrri hálfleik. Ég var mjög ánægður samt með seinni hálfleikinn hjá okkur."

