Stórmeistarajafntefli var í öllum stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Real Madrid kom til baka gegn Dortmund og Man. City gerði slíkt hið sama á heimavelli gegn Ajax.
Vonir Man. City um að komast áfram eru þar með nánast úr sögunni eftir leik kvöldsins. Þeir áttu að fá víti undir lok leiksins í kvöld en leikurinn var flautaður af um leið og brotið var á Mario Balotelli.
Mesut Özil bjargaði Real Madrid á heimavelli gegn Dortmund með marki úr aukaspyrnu seint í leiknum. Markvörður Dortmund hefði mátt gera betur.
Úrslit kvöldsins:
A-riðill
Dynamo Kyiv - Porto 0-0
Paris Saint-Germain - Dynamo Zagreb 4-0
1-0 Alex (16.). 2-0 Blaise Matuidi (61.), 3-0 Jeremy Menez (64.), 4-0 Guillaume Hoarau (79.)
Staðan: Porto 10, PSG 9, D. Kyiv 4, D. Zagreb 0.
b-riðill
Schalke - Arsenal 2-2
0-1 Theo Walcott (18.), 0-2 Olivier Giroud (26.), 1-2 Klaas-Jan Huntelaar (45.+2), 2-2 Jefferson Farfan (67.)
Olympiakos - Montpellier 3-1
1-0 Paulo Machado (4.), 1-1 Younes Belhanda, víti (67.), 2-1 Leandro Greco (79.), 3-1 Kostas Mitroglu (81.)
Staðan: Schalke 8, Arsenal 7, Olympiakos 6, Montpellier 1.
C-riðill
AC Milan - Malaga 1-1
0-1 Eliseu (40.), 1-1 Pato (72.)
Anderlecht - Zenit 1-0
1-0 Dieudonné Mbokani (17.)
Staðan: Malaga 10, Milan 5, Anderlecht 4, Zenit 3.
D-riðill
Manchester City - Ajax 2-2
0-1 Siem de Jong (10), 0-2 Siem de Jong (17.), 1-2 Yaya Toure (22.), 2-2 Sergio aguero (74.)
Real Madrid - Dortmund 2-2
0-1 Marco Reus (28.), 1-1 Pepe (34.), 1-2 Alvaro Arbeloa, sjm (45.), 2-2 Mesut Özil (89.)
Staðan: Dortmund 8, Real Madrid 7, Ajax 4, Manchester City 2.

