Fróðleikur: Efnahagsstórveldið Bandaríkin Magnús Halldórsson skrifar 6. nóvember 2012 00:01 Mitt Romney og Barack Obama. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru efnhagslegur stórviðburður, enda hefur stefna forseta Bandaríkjanna í efnahagsmálum afgerandi áhrif á ganga mála á alþjóðlegum fjármála- og verðbréfamörkuðum, sem og á sviði alþjóðastjórnmála. Hvort sem Demókratinn Barack Obama verður forseti áfram næstu fjögur ár, eða Repúblikaninn Mitt Romney verður nýr forseti landsins, er ljóst að krefjandi verkefni bíður nýs forseta þegar kemur að efnahagsmálum. Bandaríkin eru efnahagslegt stórveldi. Nokkrar staðreyndir varpa ljósi á stöðu bandaríska hagkerfisins, miðað við opinberar tölur bandaríska seðlabankans í lok árs 2011. • Árleg landsframleiðsla Bandaríkjanna í fyrra nam 15.290 milljörðum dala. • Bandaríska hagkerfið er það annað stærsta í heiminum, á eftir Evrópusambandinu í heild. Árleg landsframleiðsla Evrópusambandsríkjanna nam 15.650 milljörðum dala. Kína kemur á eftir Bandaríkjunum með 11.440 milljarða dala landsframleiðslu. • Landsframeiðsla á hvern íbúa nam í fyrra 49 þúsund dölum, eða sem nemur 6,2 milljónum króna. Bandaríkin eru í ellefta sæti á þann mælikvarða á heimsvísu. Í efstu sætum eru Lichtenstein með 143 þúsund dali á hvernig íbúa og Katar með 104,3 þúsund dali á hvern íbúa. Noregur er í sjöunda sæti með 54,2 þúsund dali á hvern íbúa. • Samtals eru 153,6 milljónir manna í þeim hópi sem telst til heildarvinnuafls landsins. Landið er í fjórða sæti á þann mælikvarða í heiminum á eftir Kína, Indlandi og Evrópusambandinu í heild. • Opinberar skuldir ríkissjóðs nema 67,7 prósent af árlegri landsframleiðslu, sé mið tekið af skilgreiningu bandaríska seðlabankans á opinberum skuldbindingum (Debt Held by the Public). Til viðbótar koma síðan aðrar skuldbindingar, t.d. vegna heilbrigðistrygginga og félagslegs stuðnings. • Í lok árs 2011 nam heildarvirði skráðra fyrirtækja á markaði í Bandaríkjunum 15.640 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega einni árlegri landsframleiðslu Bandaríkjanna. • Stærstu útflutningslönd Bandaríkjanna eru Kanada (19 prósent) Mexíkó (13,3 prósent), Kína (7 prósent) og Japan (4,5 prósent). Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 9 prósent í lok árs 2011 en mælist nú tæplega 8 prósent. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru efnhagslegur stórviðburður, enda hefur stefna forseta Bandaríkjanna í efnahagsmálum afgerandi áhrif á ganga mála á alþjóðlegum fjármála- og verðbréfamörkuðum, sem og á sviði alþjóðastjórnmála. Hvort sem Demókratinn Barack Obama verður forseti áfram næstu fjögur ár, eða Repúblikaninn Mitt Romney verður nýr forseti landsins, er ljóst að krefjandi verkefni bíður nýs forseta þegar kemur að efnahagsmálum. Bandaríkin eru efnahagslegt stórveldi. Nokkrar staðreyndir varpa ljósi á stöðu bandaríska hagkerfisins, miðað við opinberar tölur bandaríska seðlabankans í lok árs 2011. • Árleg landsframleiðsla Bandaríkjanna í fyrra nam 15.290 milljörðum dala. • Bandaríska hagkerfið er það annað stærsta í heiminum, á eftir Evrópusambandinu í heild. Árleg landsframleiðsla Evrópusambandsríkjanna nam 15.650 milljörðum dala. Kína kemur á eftir Bandaríkjunum með 11.440 milljarða dala landsframleiðslu. • Landsframeiðsla á hvern íbúa nam í fyrra 49 þúsund dölum, eða sem nemur 6,2 milljónum króna. Bandaríkin eru í ellefta sæti á þann mælikvarða á heimsvísu. Í efstu sætum eru Lichtenstein með 143 þúsund dali á hvernig íbúa og Katar með 104,3 þúsund dali á hvern íbúa. Noregur er í sjöunda sæti með 54,2 þúsund dali á hvern íbúa. • Samtals eru 153,6 milljónir manna í þeim hópi sem telst til heildarvinnuafls landsins. Landið er í fjórða sæti á þann mælikvarða í heiminum á eftir Kína, Indlandi og Evrópusambandinu í heild. • Opinberar skuldir ríkissjóðs nema 67,7 prósent af árlegri landsframleiðslu, sé mið tekið af skilgreiningu bandaríska seðlabankans á opinberum skuldbindingum (Debt Held by the Public). Til viðbótar koma síðan aðrar skuldbindingar, t.d. vegna heilbrigðistrygginga og félagslegs stuðnings. • Í lok árs 2011 nam heildarvirði skráðra fyrirtækja á markaði í Bandaríkjunum 15.640 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega einni árlegri landsframleiðslu Bandaríkjanna. • Stærstu útflutningslönd Bandaríkjanna eru Kanada (19 prósent) Mexíkó (13,3 prósent), Kína (7 prósent) og Japan (4,5 prósent). Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 9 prósent í lok árs 2011 en mælist nú tæplega 8 prósent.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira