Chelsea vann dramatískan sigur á Shaktar Donetsk í kvöld þar sem Victor Moses skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
"Þetta voru ákaflega mikilvæg þrjú stig. Við urðum að vinna þennan heimaleik. Það var samt ekki auðvelt því við vorum að spila við alvöru lið. Úrslit þessa riðils ráðast örugglega á lokasparkinu," sagði Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, eftir leikinn.
"Karakterinn sem mitt lið sýndi allt til enda var magnaður. Við urðum að skora undir lokin og gerðum það.
"Það var margt jákvætt við þennan leik. Oscar hefur gríðarlega hæfileika og markið hans var ekki auðvelt. Hann sýndi af hverju hann er brasilískur landsliðsmaður."
Chelsea og Shaktar eru efst og jöfn í riðlinum með sjö stig.
Di Matteo: Við urðum að vinna þennan leik

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti

Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn