Ingimundur: Kjötið í Rúmeníu var vítamínríkt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2012 22:19 Ingimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið. "Við byrjuðum ekkert sérstaklega og þá einkum varnarlega. Vörnin og markvarslan voru ekki í standi fyrstu tíu mínúturnar. Það var hinsvegar gott flot á sóknarleiknum og við vorum agaðir. Það var allt í járnum í fyrri hálfleiknum. Svo náðum við að halda áfram að spila ágætis sóknarleik í seinni hálfleik en náðum þá að þétta líka vörnina," sagði Ingimundur um gang leiksins. "Kristófer hrökk síðan heldur betur í gang. Hann hefur fengið mikla gagnrýni í haust innan geirans sem hann átti ekki alveg skilið. Hann stóð sig frábærlega í dag og vonandi getur hann byggt á þessum leik í vetur," sagði Ingimundur en ÍR-ingar lásu allt sem HK-menn reyndu á síðustu 20 mínútum leiksins. "Við vorum vel undirbúnir, búnir að hofa á vídeó með þeim og leikgreina þá. Við spiluðum fína vörn í Valsleiknum og tókum það góða úr þeim varnarleik í þennan leik í kvöld þótt að við höfum ekki alveg sýnt það í byrjun," sagði Ingimundur. "Við erum hægt og rólega að þéttast og læra inn á hvern annan. Við erum farnir að trúa meira á konseptið sem við lögðum upp með í haust," sagði Ingimundur sem sýndi engin þreytumerki þrátt fyrir að hafa verið að ferðast um alla Evrópu með íslenska landsliðinu um síðustu helgi. "Það var vítamínríkt kjötið í Rúmeníu," sagði Ingimundur í gríni. "Ég fékk frí á mánudagskvöldið og nýtti það vel. Ég byrjaði svo að æfa með liðinu á þriðjudaginn og tók tvær mjög góðar æfingar. Mér leið vel í dag og var ekkert þreyttur," sagði Ingimundur sem fékk að láta til sín taka í sókninni í kvöld. "Við erum með soddan fallbyssur í liðinu að ég þarf ekki mikið að vera að gera í sókninni. Þeir voru ekki að sækja út í mig og þá verð ég bara að láta vaða. Mitt hlutverk er samt fyrst og fremst að hjálpa til með varnarleikinn. Svo laumar maður einu og einu inn við tækifæri," sagði Ingimundur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Ingimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið. "Við byrjuðum ekkert sérstaklega og þá einkum varnarlega. Vörnin og markvarslan voru ekki í standi fyrstu tíu mínúturnar. Það var hinsvegar gott flot á sóknarleiknum og við vorum agaðir. Það var allt í járnum í fyrri hálfleiknum. Svo náðum við að halda áfram að spila ágætis sóknarleik í seinni hálfleik en náðum þá að þétta líka vörnina," sagði Ingimundur um gang leiksins. "Kristófer hrökk síðan heldur betur í gang. Hann hefur fengið mikla gagnrýni í haust innan geirans sem hann átti ekki alveg skilið. Hann stóð sig frábærlega í dag og vonandi getur hann byggt á þessum leik í vetur," sagði Ingimundur en ÍR-ingar lásu allt sem HK-menn reyndu á síðustu 20 mínútum leiksins. "Við vorum vel undirbúnir, búnir að hofa á vídeó með þeim og leikgreina þá. Við spiluðum fína vörn í Valsleiknum og tókum það góða úr þeim varnarleik í þennan leik í kvöld þótt að við höfum ekki alveg sýnt það í byrjun," sagði Ingimundur. "Við erum hægt og rólega að þéttast og læra inn á hvern annan. Við erum farnir að trúa meira á konseptið sem við lögðum upp með í haust," sagði Ingimundur sem sýndi engin þreytumerki þrátt fyrir að hafa verið að ferðast um alla Evrópu með íslenska landsliðinu um síðustu helgi. "Það var vítamínríkt kjötið í Rúmeníu," sagði Ingimundur í gríni. "Ég fékk frí á mánudagskvöldið og nýtti það vel. Ég byrjaði svo að æfa með liðinu á þriðjudaginn og tók tvær mjög góðar æfingar. Mér leið vel í dag og var ekkert þreyttur," sagði Ingimundur sem fékk að láta til sín taka í sókninni í kvöld. "Við erum með soddan fallbyssur í liðinu að ég þarf ekki mikið að vera að gera í sókninni. Þeir voru ekki að sækja út í mig og þá verð ég bara að láta vaða. Mitt hlutverk er samt fyrst og fremst að hjálpa til með varnarleikinn. Svo laumar maður einu og einu inn við tækifæri," sagði Ingimundur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira