Hver stal kökunni? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. október 2012 12:37 Það var ekki ég Kristof Magnusson Mál og menning Kristof Magnusson er óþekkt nafn í íslenskum bókmenntaheimi, enda „Það var ekki ég" bara hans önnur bók, en hann ætti ekki að verða það mikið lengur. Viðfangsefni hans í Það var ekki ég ætti að höfða sérstaklega til Íslendinga, þótt sögusviðið sé Chicago og nágrenni Hamborgar í Þýskalandi. Undirtitill sögunnar gæti nefnilega sem best verið: Hvernig tæma á banka innan frá, nokkuð sem hinum almenna Íslendingi hefur lengi leikið forvitni á að komast að hvernig er gert. Aðalpersónur sögunnar eru þrjár, verðbréfamiðlarinn Jasper, heimsþekkti rithöfundurinn Henry og hinn þýski þýðandi bóka hins síðarnefnda, Meike. Þau skiptast á um að segja sögu sína í fyrstu persónu og þótt þau hafi aldrei hist í upphafi sögu fléttast leiðir þeirra og líf saman í gegnum aldeilis ótrúlega snjalla og skemmtilega fléttu sem kemur lesanda hvað eftir annað til að skella upp úr. Undirtónninn er þó grafalvarlegur því öll eru þau í alvarlegum krísum og tilraunir þeirra til að losa sig út úr þeim gera bara illt verra. En þrátt fyrir aumlegar aðstæður þeirra og endalaust klúður vekja þau samlíðan lesandans og hann fylgist spenntur með hvernig þau grafa sig dýpra og dýpra í snjóskafla eigin mistaka. Þau eru líka öll sérlega vel skrifaðar persónur og hvert þeirra hefur sína sérstöku rödd, nokkuð sem oft er ekki raunin í margradda skáldsögum. Sagan er kannski ekki sérstaklega trúverðug, erfitt að trúa því að einn lágt settur miðlari geti sett allt hagkerfi hins vestræna heims í uppnám og að metsöluhöfundur geti bara horfið af yfirborði jarðar án þess að nokkur láti sig það neinu varða, svo dæmi séu nefnd, en höfundur er svo slyngur sögumaður að lesandinn kaupir plottið frá fyrstu síðu og hrífst með í hringiðunni. Stíllinn er svo kapítuli út af fyrir sig. Leikandi léttur og ísmeygilegur, vottar hvergi fyrir uppskafningi né áreynslu og textinn rennur eins og rjómi í sérlega lipurlegri þýðingu Bjarna Jónssonar. Hrein unun að lesa svona vel unninn texta. Niðurstaða: Ískrandi skemmtileg og listilega stíluð saga með vel skrifuðum persónum og fléttu sem ætti að höfða sérstaklega til Íslendinga. Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Það var ekki ég Kristof Magnusson Mál og menning Kristof Magnusson er óþekkt nafn í íslenskum bókmenntaheimi, enda „Það var ekki ég" bara hans önnur bók, en hann ætti ekki að verða það mikið lengur. Viðfangsefni hans í Það var ekki ég ætti að höfða sérstaklega til Íslendinga, þótt sögusviðið sé Chicago og nágrenni Hamborgar í Þýskalandi. Undirtitill sögunnar gæti nefnilega sem best verið: Hvernig tæma á banka innan frá, nokkuð sem hinum almenna Íslendingi hefur lengi leikið forvitni á að komast að hvernig er gert. Aðalpersónur sögunnar eru þrjár, verðbréfamiðlarinn Jasper, heimsþekkti rithöfundurinn Henry og hinn þýski þýðandi bóka hins síðarnefnda, Meike. Þau skiptast á um að segja sögu sína í fyrstu persónu og þótt þau hafi aldrei hist í upphafi sögu fléttast leiðir þeirra og líf saman í gegnum aldeilis ótrúlega snjalla og skemmtilega fléttu sem kemur lesanda hvað eftir annað til að skella upp úr. Undirtónninn er þó grafalvarlegur því öll eru þau í alvarlegum krísum og tilraunir þeirra til að losa sig út úr þeim gera bara illt verra. En þrátt fyrir aumlegar aðstæður þeirra og endalaust klúður vekja þau samlíðan lesandans og hann fylgist spenntur með hvernig þau grafa sig dýpra og dýpra í snjóskafla eigin mistaka. Þau eru líka öll sérlega vel skrifaðar persónur og hvert þeirra hefur sína sérstöku rödd, nokkuð sem oft er ekki raunin í margradda skáldsögum. Sagan er kannski ekki sérstaklega trúverðug, erfitt að trúa því að einn lágt settur miðlari geti sett allt hagkerfi hins vestræna heims í uppnám og að metsöluhöfundur geti bara horfið af yfirborði jarðar án þess að nokkur láti sig það neinu varða, svo dæmi séu nefnd, en höfundur er svo slyngur sögumaður að lesandinn kaupir plottið frá fyrstu síðu og hrífst með í hringiðunni. Stíllinn er svo kapítuli út af fyrir sig. Leikandi léttur og ísmeygilegur, vottar hvergi fyrir uppskafningi né áreynslu og textinn rennur eins og rjómi í sérlega lipurlegri þýðingu Bjarna Jónssonar. Hrein unun að lesa svona vel unninn texta. Niðurstaða: Ískrandi skemmtileg og listilega stíluð saga með vel skrifuðum persónum og fléttu sem ætti að höfða sérstaklega til Íslendinga.
Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira