Manchester United þekkir það orðið vel að lenda 0-1 undir og koma til baka í leikjum sínum en liðið vann enn einn endurkomusigur í kvöld með því að snúa 0-2 stöðu í 3-2 sigur á móti Braga í Meistaradeildinni. Þetta var í áttunda sinn í tólf leikjum sem United lendir 0-1 undir í leik á tímabilinu.
Manchester United hefur unnið sex af þessum átta leikjum sem liðið hefur fengið á sig mark í upphafi leikja en þetta var fyrsti sigur liðsins eftir að hafa lent 0-2 undir.
Javier Hernandez var hetja Manchester United liðsins í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins en Hollendingurinn Robin Van Persie var búinn að tryggja liðinu þrjá endurkomusigra fyrir leikinn í kvöld.
Manchester United tókst ekki að koma til baka í deildarleikjum á móti Everton og Tottenham. Everton skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu leiksins og Tottenham var 2-0 yfir í hálfleik.
Leikir sem Manchester United hefur lent undir á tímabilinu:
Enska úrvalsdeildin:
0-1 undir á móti Everton - tapaði 0-1
0-1 undir á móti Fulham - vann 3-2
0-1 og 1-2 undir á móti Southampton - vann 3-2 (Van Persie sigurmark)
0-1 undir á móti Liverpool - vann 2-1 (Van Persie sigurmark)
0-2 og 1-3 undir á móti Tottenham - tapaði 2-3
0-1 undir á móti Stoke - vann 4-2
Meistaradeildin:
0-1 undir á móti CFR Cluj - vann 2-1 (Van Persie sigurmark)
0-2 undir á móti Braga - vann 3-2 (Hernandez sigurmark)
