Botnæta frá Wall Street hyggst græða á spænskum fasteignum 24. október 2012 06:27 Fjárfestirinn Wilbur Ross einn af auðugustu mönnum Bandaríkjanna hugsar sér til hreyfings á spænska fasteignamarkaðinum enda telur hann hægt að gera reyfarakaup þar í augnablikinu. Ross er það sem kallast botnæta á Wall Street en hann sérhæfir sig í kaupum á löskuðum eða rotnandi eignum og kemur þeim síðan aftur í verð þegar markaðsaðstæður batna. Hann einbeitir sér einkum að fasteignum og bönkum. Sem dæmi má nefna á hann 10% í Bank of Ireland og hann keypti stóran hlut í hinum gjaldþrota Northen Rock banka í Bretlandi. Í frétt um málið í börsen segir að Ross líti nú hýru auga á fasteignamarkaðinn á Spáni sem hrundi í fjármálakreppunni og hefur ekki náð sér á strik síðan. Samhliða áhuga Ross á þessum markaði berast fréttir um það að spænsk yfirvöld ætli að losa banka landsins við um 180 milljarða evra virði af ónýtum fasteigalánum og koma þeim fyrir í sérstöku félagi. Sjálfur segir Ross að hann sé reiðubúinn að veðja á að þessi markaður muni rétta úr kútnum í náinni framtíð. Ross hefur hagnast vel á botnáti sínu hingað til. Hann er á miðjum Forbes 400 listanum en persónulegur auður hans nemur nær 300 milljörðum króna. Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestirinn Wilbur Ross einn af auðugustu mönnum Bandaríkjanna hugsar sér til hreyfings á spænska fasteignamarkaðinum enda telur hann hægt að gera reyfarakaup þar í augnablikinu. Ross er það sem kallast botnæta á Wall Street en hann sérhæfir sig í kaupum á löskuðum eða rotnandi eignum og kemur þeim síðan aftur í verð þegar markaðsaðstæður batna. Hann einbeitir sér einkum að fasteignum og bönkum. Sem dæmi má nefna á hann 10% í Bank of Ireland og hann keypti stóran hlut í hinum gjaldþrota Northen Rock banka í Bretlandi. Í frétt um málið í börsen segir að Ross líti nú hýru auga á fasteignamarkaðinn á Spáni sem hrundi í fjármálakreppunni og hefur ekki náð sér á strik síðan. Samhliða áhuga Ross á þessum markaði berast fréttir um það að spænsk yfirvöld ætli að losa banka landsins við um 180 milljarða evra virði af ónýtum fasteigalánum og koma þeim fyrir í sérstöku félagi. Sjálfur segir Ross að hann sé reiðubúinn að veðja á að þessi markaður muni rétta úr kútnum í náinni framtíð. Ross hefur hagnast vel á botnáti sínu hingað til. Hann er á miðjum Forbes 400 listanum en persónulegur auður hans nemur nær 300 milljörðum króna.
Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent