Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍR 22-22 Sigmar Sigfússon í Vodafonehöllinni skrifar 25. október 2012 19:15 Björgvin Hólmgeirsson, stórskytta ÍR-inga. vísir/stefán Valur og ÍR gerðu jafntefli í afar skemmtilegum háspennuleik í 6. umferð N1-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar byrjuðu leikinn betur og komust í þriggja marka forystu snemma í leiknum. Valsarar voru lengi að koma sér í gang og það var ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn að þeir fóru að bíta frá sér. Síðustu fimmtán mínúturnar í fyrri hálfleik einkenndust af góðri vörn beggja liða, en ÍR-ingar náðu nokkrum mikilvægum hraðaupphlaupum á köflum. Hlynur Morthens, markmaður Vals bjargaði stöðunni fyrir Val með góðri markvörslu í fyrri hálfleik, níu varðir boltar. Staðan var jöfn 12-12 þegar dómarar leiksins flautuðu til loka fyrri hálfleiks. Magnús Einarsson, leikmaður Vals, fékk rauða spjaldið fyrir brot á Jóni Heiðari línumanni ÍR og var það ansi harður dómur. Þetta virtist ekki vera viljandi gert héðan úr blaðamannastúkunni. En dómarinn taldi að um viljandi olgnboga hafi verið að ræða þegar Magnús keyrði Jón niður sem var fremsti maðurinn á vellinum. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, þar sem ÍR var sterkari og náði tveggja marka forystu strax í byrjun. Eftir því sem leið á hálfleikinn komust Valsarar inn í leikinn og Hlynur hélt uppteknum hætti og varði eins og skepna. Bæði lið sýndu fínan varnarleik en það voru Valsarar sem voru beittari í sínum aðgerðum þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Valur jafnaði leikinn 17 – 17 þegar um fimmtán mínútur voru eftir af seinni hálfleik. Valur hélt áfram að sýna flottan leik og komust í þriggja marka forystu þegar innan við tíu mínútur voru eftir. Síðustu mínútur leiksins voru æsi spennandi og Valur átti sókn þegar staðan var 22 -22 og fjörtíu sekúndur eftir. Valdimar reið á vaðið en skot hans var varið. ÍR fékk því loka tækifæri til þess að stela sigrinum, en allt kom fyrir ekkert og leikurinn endaði með jafntefli 22 -22. Þorgrímur Smári Ólafsson var atkvæðamestur hjá Val með sex mörk og Hlynur Morthens varði sextán skot í markinu. Hjá ÍR var það Björgvin Hólmgeirsson sem skoraði flest mörk, sex talsins. Finnur Ingi: Við vorum í kjörstöðu„Vonbrigði er fyrsta orðið sem mér dettur í hug. Við vorum í kjörstöðu og okkur gekk mjög vel en svo kom einhver taugatrekkingur í sókninni í restina og því fór sem fór," sagði Valsmaðurinn Finnur Ingi Stefánsson. „Það er stígandi í þessu hjá okkur finnst mér svona leik frá leik. Ungu strákarnir eru að vera öruggari með það sem þeir eru að gera sem er bara jákvætt. Við erum að standa í liðum eins og FH, og ÍR og það geta allir strítt öllum í þessari deild. Vonandi náum við smá run-i og byggjum á því." Bjarki Sigurðarsson: Við hefðum unnið með þeirra markvörslu„Vörnin var mjög góð hjá okkur á köflum, hún var ekkert síðri hjá Val. En þessi leikur einkenndist af miklum mistökum hjá báðum liðum ,sérstaklega sóknarlega. Valur fór í þá aðgerð að taka úr umferð hjá okkur og það riðlaði okkar leik. Hlynur átti stórleik hjá þeim og ég hefði óskað þess að við hefðum haft þessa markvörslu, þá hefðum við unnið," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR. „Þessi leikur var mun betri hjá okkur en sá síðasti á móti Fram. Við erum að vinna í sjálfstraustinu og byggja það upp, byggja upp vörnina svo við fáum markvörslu og hraðupphlaup. Núna eru tólf dagar í næsta leik svo við fáum góða hvíld og getum farið vel yfir okkar mál." „Rauða spjaldið átti fyllilega rétt á sér og aðsjálfsögðu átti þetta að vera víti líka, hann er okkar fremsti maður og keyrir í hann. Dómarnir dæmdu ekki víti þarna og það var fullt af feilum sem þeir gera, þetta var ekki þeirra dagur í dag. Þeir verða að líta í eigin barm og skoða þennan leik aftur. " Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Valur og ÍR gerðu jafntefli í afar skemmtilegum háspennuleik í 6. umferð N1-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar byrjuðu leikinn betur og komust í þriggja marka forystu snemma í leiknum. Valsarar voru lengi að koma sér í gang og það var ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn að þeir fóru að bíta frá sér. Síðustu fimmtán mínúturnar í fyrri hálfleik einkenndust af góðri vörn beggja liða, en ÍR-ingar náðu nokkrum mikilvægum hraðaupphlaupum á köflum. Hlynur Morthens, markmaður Vals bjargaði stöðunni fyrir Val með góðri markvörslu í fyrri hálfleik, níu varðir boltar. Staðan var jöfn 12-12 þegar dómarar leiksins flautuðu til loka fyrri hálfleiks. Magnús Einarsson, leikmaður Vals, fékk rauða spjaldið fyrir brot á Jóni Heiðari línumanni ÍR og var það ansi harður dómur. Þetta virtist ekki vera viljandi gert héðan úr blaðamannastúkunni. En dómarinn taldi að um viljandi olgnboga hafi verið að ræða þegar Magnús keyrði Jón niður sem var fremsti maðurinn á vellinum. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, þar sem ÍR var sterkari og náði tveggja marka forystu strax í byrjun. Eftir því sem leið á hálfleikinn komust Valsarar inn í leikinn og Hlynur hélt uppteknum hætti og varði eins og skepna. Bæði lið sýndu fínan varnarleik en það voru Valsarar sem voru beittari í sínum aðgerðum þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Valur jafnaði leikinn 17 – 17 þegar um fimmtán mínútur voru eftir af seinni hálfleik. Valur hélt áfram að sýna flottan leik og komust í þriggja marka forystu þegar innan við tíu mínútur voru eftir. Síðustu mínútur leiksins voru æsi spennandi og Valur átti sókn þegar staðan var 22 -22 og fjörtíu sekúndur eftir. Valdimar reið á vaðið en skot hans var varið. ÍR fékk því loka tækifæri til þess að stela sigrinum, en allt kom fyrir ekkert og leikurinn endaði með jafntefli 22 -22. Þorgrímur Smári Ólafsson var atkvæðamestur hjá Val með sex mörk og Hlynur Morthens varði sextán skot í markinu. Hjá ÍR var það Björgvin Hólmgeirsson sem skoraði flest mörk, sex talsins. Finnur Ingi: Við vorum í kjörstöðu„Vonbrigði er fyrsta orðið sem mér dettur í hug. Við vorum í kjörstöðu og okkur gekk mjög vel en svo kom einhver taugatrekkingur í sókninni í restina og því fór sem fór," sagði Valsmaðurinn Finnur Ingi Stefánsson. „Það er stígandi í þessu hjá okkur finnst mér svona leik frá leik. Ungu strákarnir eru að vera öruggari með það sem þeir eru að gera sem er bara jákvætt. Við erum að standa í liðum eins og FH, og ÍR og það geta allir strítt öllum í þessari deild. Vonandi náum við smá run-i og byggjum á því." Bjarki Sigurðarsson: Við hefðum unnið með þeirra markvörslu„Vörnin var mjög góð hjá okkur á köflum, hún var ekkert síðri hjá Val. En þessi leikur einkenndist af miklum mistökum hjá báðum liðum ,sérstaklega sóknarlega. Valur fór í þá aðgerð að taka úr umferð hjá okkur og það riðlaði okkar leik. Hlynur átti stórleik hjá þeim og ég hefði óskað þess að við hefðum haft þessa markvörslu, þá hefðum við unnið," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR. „Þessi leikur var mun betri hjá okkur en sá síðasti á móti Fram. Við erum að vinna í sjálfstraustinu og byggja það upp, byggja upp vörnina svo við fáum markvörslu og hraðupphlaup. Núna eru tólf dagar í næsta leik svo við fáum góða hvíld og getum farið vel yfir okkar mál." „Rauða spjaldið átti fyllilega rétt á sér og aðsjálfsögðu átti þetta að vera víti líka, hann er okkar fremsti maður og keyrir í hann. Dómarnir dæmdu ekki víti þarna og það var fullt af feilum sem þeir gera, þetta var ekki þeirra dagur í dag. Þeir verða að líta í eigin barm og skoða þennan leik aftur. "
Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira