Newcastle er á toppi síns riðils í Evrópudeildinni eftir 1-0 sigur á belgíska liðinu Club Brugge á St. James Park í kvöld.
Newcastle hefur náð í 7 stig af 9 mögulegum í fyrstu þremur leikjum sínum og liðið er ekki enn búið að fá á sig mark.
Frakkinn Gabriel Obertan kom Newcastle í 1-0 á 48. mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu frá Sammy Ameobi. Það reyndist vera eina mark leiksins.
