Heillandi sýning um fréttafíkn Elísabet Brekkan skrifar 26. október 2012 10:11 Nýjustu fréttir. Leikhópurinn VaVaVoom í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Dramatúrg og aðstoðarleikstjóri: Raul Fuertes-Fuertes. Tónlist: Sóley Stefánsdóttir. Ljósahönnun: Ingi Bekk Einarsson. Myndbandshönnun: Pierre-Alain Giraud. Búningar og sviðsmynd: Eva Signý Berger. Leikmunir: Högni Sigurþórsson. Höfundar: Sigríður Sunna Reynisdóttir, Sara Martí Guðmundsdóttir og leikhópurinn VaVaVoom. Leikstjóri: Sara Martí Guðmundsdóttir. Í Kúlunni var á dögunum frumsýnt verk sem lætur engan ósnortinn. VaVaVoom Theater er nýtt myndrænt leikhús með bækistöðvar í Lundúnum og Reykjavík. VaVaVoom var stofnað árið 2011 af Söru Martí og Sigríði Sunnu Reynisdóttur sem kynntust við nám í Central School of Speech and Drama. Þær hafa fengið til liðs við sig hóp vel menntaðra listamanna úr ýmsum greinum og frá ýmsum heimshornum, sem hér hefur spunnið saman verk sem fjallar um ágengni fjölmiðla og neyslu þeirra. Sviðsmyndin er veggur sem skipt er niður í marga glugga en vekur um leið hughrif fyrstu síðu blaðs þar sem gluggarnir eru eins og greinar og dálkar. Einn glugginn opnast með skröltandi rúllugardínu og þar situr höfuðlaus brúða í rauðum silkislopp sem les stórt dagblað, hlustar á útvarpsfréttir, horfir á hverja stöðina á fætur annarri sem gusast út úr sjónvarpinu um leið og viðkomandi er að fá sér morgunmat sem er alltaf eins og líklega étinn ósjálfrátt meðan orð verða að höggum og setningar að hljóðum. Höfuðlausu brúðunni stjórna tvær konur sem fara með henni út í veröldina, út á vettvang fréttanna. Hnötturinn úr pappamassa snýst og rauðsloppur velur sér stað og sá staður verður til fyrir augum áhorfenda á hreint undraverðan hátt. Agnarlítil hús spretta upp úr dagblöðum og þar gefur hljóðmyndin til kynna hvað er um að vera. Hvort heldur er verið að varpa sprengjum eða paparazzi-ljósmyndarar á fleygiferð. Pierre-Alain Giraud og Ingi Bekk eru skrifaðir fyrir hljóðmyndinni sem var ágeng og hugvitssöm. Sérstaklega áhrifaríkar myndir komu upp í huga áhorfenda þegar hin rauðklædda vera var að fletta stóru dagblaði og tónlist og hljóðmyndir lýstu hverri opnu, hvort sem um síðuna um fræga fólkið var að ræða eða lýsingu á stríðsátökum. Verkinu er hugvitsamlega skipt niður í fjóra þætti og framvinda verksins mjög skýr. Þegar veran fer út í heim birtist hún okkur sem lítil fingrabrúða og var það í einu orði heillandi. Spurningin um það hversu mikið af fjölmiðlafárinu við þolum og hvenær við hreinlega breytumst sjálf í fárið er allsráðandi í þessu ferðalagi sem var algert konfekt fyrir bæði eyru og augu. Að sitja og fletta blaðinu á meðan útvarp og sjónvarp eru stillt á fullt eru aðstæður sem allir kannast við. Hér var sú hversdagslega iðja sett á fljúgandi ferð og leikmyndin, sem Eva Signý Berger er skrifuð fyrir, ásamt mjög smart myndbandshönnun þeirra Pierre-Alain Giraud og Inga Bekk, gerði það að verkum að maður vildi bara fá meira að sjá og heyra. Hér er greinilega unnið af þekkingu, hugvitssemi og hugsjón. Niðurstaða: Glimrandi sýning um ágengni fjölmiðla og fíknina að ánetjast þeim. Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Nýjustu fréttir. Leikhópurinn VaVaVoom í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Dramatúrg og aðstoðarleikstjóri: Raul Fuertes-Fuertes. Tónlist: Sóley Stefánsdóttir. Ljósahönnun: Ingi Bekk Einarsson. Myndbandshönnun: Pierre-Alain Giraud. Búningar og sviðsmynd: Eva Signý Berger. Leikmunir: Högni Sigurþórsson. Höfundar: Sigríður Sunna Reynisdóttir, Sara Martí Guðmundsdóttir og leikhópurinn VaVaVoom. Leikstjóri: Sara Martí Guðmundsdóttir. Í Kúlunni var á dögunum frumsýnt verk sem lætur engan ósnortinn. VaVaVoom Theater er nýtt myndrænt leikhús með bækistöðvar í Lundúnum og Reykjavík. VaVaVoom var stofnað árið 2011 af Söru Martí og Sigríði Sunnu Reynisdóttur sem kynntust við nám í Central School of Speech and Drama. Þær hafa fengið til liðs við sig hóp vel menntaðra listamanna úr ýmsum greinum og frá ýmsum heimshornum, sem hér hefur spunnið saman verk sem fjallar um ágengni fjölmiðla og neyslu þeirra. Sviðsmyndin er veggur sem skipt er niður í marga glugga en vekur um leið hughrif fyrstu síðu blaðs þar sem gluggarnir eru eins og greinar og dálkar. Einn glugginn opnast með skröltandi rúllugardínu og þar situr höfuðlaus brúða í rauðum silkislopp sem les stórt dagblað, hlustar á útvarpsfréttir, horfir á hverja stöðina á fætur annarri sem gusast út úr sjónvarpinu um leið og viðkomandi er að fá sér morgunmat sem er alltaf eins og líklega étinn ósjálfrátt meðan orð verða að höggum og setningar að hljóðum. Höfuðlausu brúðunni stjórna tvær konur sem fara með henni út í veröldina, út á vettvang fréttanna. Hnötturinn úr pappamassa snýst og rauðsloppur velur sér stað og sá staður verður til fyrir augum áhorfenda á hreint undraverðan hátt. Agnarlítil hús spretta upp úr dagblöðum og þar gefur hljóðmyndin til kynna hvað er um að vera. Hvort heldur er verið að varpa sprengjum eða paparazzi-ljósmyndarar á fleygiferð. Pierre-Alain Giraud og Ingi Bekk eru skrifaðir fyrir hljóðmyndinni sem var ágeng og hugvitssöm. Sérstaklega áhrifaríkar myndir komu upp í huga áhorfenda þegar hin rauðklædda vera var að fletta stóru dagblaði og tónlist og hljóðmyndir lýstu hverri opnu, hvort sem um síðuna um fræga fólkið var að ræða eða lýsingu á stríðsátökum. Verkinu er hugvitsamlega skipt niður í fjóra þætti og framvinda verksins mjög skýr. Þegar veran fer út í heim birtist hún okkur sem lítil fingrabrúða og var það í einu orði heillandi. Spurningin um það hversu mikið af fjölmiðlafárinu við þolum og hvenær við hreinlega breytumst sjálf í fárið er allsráðandi í þessu ferðalagi sem var algert konfekt fyrir bæði eyru og augu. Að sitja og fletta blaðinu á meðan útvarp og sjónvarp eru stillt á fullt eru aðstæður sem allir kannast við. Hér var sú hversdagslega iðja sett á fljúgandi ferð og leikmyndin, sem Eva Signý Berger er skrifuð fyrir, ásamt mjög smart myndbandshönnun þeirra Pierre-Alain Giraud og Inga Bekk, gerði það að verkum að maður vildi bara fá meira að sjá og heyra. Hér er greinilega unnið af þekkingu, hugvitssemi og hugsjón. Niðurstaða: Glimrandi sýning um ágengni fjölmiðla og fíknina að ánetjast þeim.
Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira