Seldist upp á fyrstu sýningu Ungleiks á þremur dögum Álfrún Pálsdóttir skrifar 8. október 2012 08:00 Þeir Stefán, Hávarr og Guðbrandur eru hugmyndasmiðir Ungleiks og vonast til að verkefnið festi sig í sessi líkt og Músíktilraunir. Mynd/Valli „Miðað við áhugann er þetta nokkuð sem vantaði," segir hinn nítján ára gamli Stefán Ingvar Vigfússon. Hann á heiðurinn að verkefninu Ungleik ásamt félögum sínum, þeim Guðbrandi Loka Rúnarssyni og Hávarri Hermóðssyni. Ungleikur er nýstofnaður leikhópur ungs fólks þar sem leikskáldum og leikurum á aldrinum 16 til 25 ára gefst kostur á að koma list sinni á framfæri. Opnunarkvöldið er 6. nóvember næstkomandi í Borgarleikhúsinu og sýna þar 24 leikarar tólf stutt leikverk ungra leikskálda. Miðarnir á opnunarkvöldið seldust upp á þremur dögum og ríkir því mikill áhugi á verkefninu. Stefán fékk hugmyndina að Ungleik þegar hann var í fríi í Austurríki, en sjálfur er hann leikskáld og leikari. Hann fékk þá Guðbrand Loka og Hávarr til liðs við sig, en félagarnir hafa allir verið viðloðandi leiklist á ýmsum vígstöðvum. Þeir hafa mikinn metnað fyrir verkefninu og vona að það nái að festa sig í sessi. „Framtíðarplanið er að Ungleikur verði eins konar hliðstæða við Músíktilraunir þar sem ungt áhugaleiklistarfólk getur sýnt vinnu sína fyrir almenning," segir Stefán og bætir við að hingað til hafi fátt verið í boði fyrir unga leikara og sérstaklega leikskáld. „Fyrst og fremst eru leikhópar skólafélaganna og einstaka hlutverk í bíómyndum í boði fyrir leikara. Það er nánast ekkert fyrir ung leikskáld nema kannski að fá efni eftir sig birt í skólablöðunum." Leikhópurinn á í samstarfi við hátíðina Unglist og Borgarleikhúsið, sem lánar hópnum minni sal leikhússins fyrir opnunarkvöldið. Fyrirhugað er að sýna verkin í framhaldinu í samstarfi við sjálfstæðu leikhúsin. Fyrsta æfing Ungleiks er í dag en strákarnir hafa setið sveittir undanfarna daga við að koma öllu heim og saman. „Það hefur verið mikið púsluspil að finna gott æfingaplan fyrir alla. Nú er leiðindavinnan búin og bara skemmtilegheit fram undan. Það er okkar von að þetta verkefni stuðli að meiri grósku í íslensku leikhúslífi og hvetji ungt fólk til að byrja að skrifa leikrit."Útvaldir í dómnefnd Hávarr, Stefán og Guðbrandur Loki fengu vel valda einstaklinga úr leikhúslífinu til að aðstoða sig við að velja leikverk og leikara fyrir Ungleik. Dómnefnd leikskálda skipuðu þau Andri Snær Magnason, Rúnar Guðbrandsson og Lilja Sigurðardóttir. Dómnefnd leikara skipuðu Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Marteinn Þórsson. Menning Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Miðað við áhugann er þetta nokkuð sem vantaði," segir hinn nítján ára gamli Stefán Ingvar Vigfússon. Hann á heiðurinn að verkefninu Ungleik ásamt félögum sínum, þeim Guðbrandi Loka Rúnarssyni og Hávarri Hermóðssyni. Ungleikur er nýstofnaður leikhópur ungs fólks þar sem leikskáldum og leikurum á aldrinum 16 til 25 ára gefst kostur á að koma list sinni á framfæri. Opnunarkvöldið er 6. nóvember næstkomandi í Borgarleikhúsinu og sýna þar 24 leikarar tólf stutt leikverk ungra leikskálda. Miðarnir á opnunarkvöldið seldust upp á þremur dögum og ríkir því mikill áhugi á verkefninu. Stefán fékk hugmyndina að Ungleik þegar hann var í fríi í Austurríki, en sjálfur er hann leikskáld og leikari. Hann fékk þá Guðbrand Loka og Hávarr til liðs við sig, en félagarnir hafa allir verið viðloðandi leiklist á ýmsum vígstöðvum. Þeir hafa mikinn metnað fyrir verkefninu og vona að það nái að festa sig í sessi. „Framtíðarplanið er að Ungleikur verði eins konar hliðstæða við Músíktilraunir þar sem ungt áhugaleiklistarfólk getur sýnt vinnu sína fyrir almenning," segir Stefán og bætir við að hingað til hafi fátt verið í boði fyrir unga leikara og sérstaklega leikskáld. „Fyrst og fremst eru leikhópar skólafélaganna og einstaka hlutverk í bíómyndum í boði fyrir leikara. Það er nánast ekkert fyrir ung leikskáld nema kannski að fá efni eftir sig birt í skólablöðunum." Leikhópurinn á í samstarfi við hátíðina Unglist og Borgarleikhúsið, sem lánar hópnum minni sal leikhússins fyrir opnunarkvöldið. Fyrirhugað er að sýna verkin í framhaldinu í samstarfi við sjálfstæðu leikhúsin. Fyrsta æfing Ungleiks er í dag en strákarnir hafa setið sveittir undanfarna daga við að koma öllu heim og saman. „Það hefur verið mikið púsluspil að finna gott æfingaplan fyrir alla. Nú er leiðindavinnan búin og bara skemmtilegheit fram undan. Það er okkar von að þetta verkefni stuðli að meiri grósku í íslensku leikhúslífi og hvetji ungt fólk til að byrja að skrifa leikrit."Útvaldir í dómnefnd Hávarr, Stefán og Guðbrandur Loki fengu vel valda einstaklinga úr leikhúslífinu til að aðstoða sig við að velja leikverk og leikara fyrir Ungleik. Dómnefnd leikskálda skipuðu þau Andri Snær Magnason, Rúnar Guðbrandsson og Lilja Sigurðardóttir. Dómnefnd leikara skipuðu Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Marteinn Þórsson.
Menning Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira