Nýliðar Skallagríms byrja tímabilið vel í Dominos-deild karla í körfubolta en Borgnesingar unnu níu stiga heimasigur á ÍR, 80-71, í Fjósinu í kvöld þegar 4. umferðinni lauk. Skallagrímur er nú eitt fimm liða með sex stig í efstu fimm sætum deildarinnar.
Skallagrímsliðið var með gott forskot stærsta hluta leiksins en ÍR-ingar tókst að setja mikla spennu í leikinn í lokaleikhlutanum.
Skallagrímsmenn töpuðu í framlengingu í fyrstu umferð en hafa síðan unnið þrjá deildarleiki í röð á Njarðvík (77-74), Fjölni (91-70) og nú ÍR.
Carlos Medlock skoraði 34 stig fyrir Skallagrím í kvöld en Páll Axel Vilbergsson var með 18 stig. Hreggviður Magnússon skoraði 25 stig fyrir ÍR og Eric James Palm var með 20 stig.
Skallagrímur vann fyrsta leikhlutann 28-19 og var fimm stigum yfir í hálfleik, 39-34. Skallagrímur var síðan með sextán stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 64-48.
Hreggviður Magnússon fór fyrir endurkomu ÍR-inga í fjórða leikhlutanum en ÍR-ingar unnu fyrstu átta mínútur fjórða leikhlutans 20-5 og minnkuðu muninn í eitt stig, 69-68. Nær komust Breiðhyltingar ekki og heimamenn lönduðu sigri.
Skallagrímur-ÍR 80-71 (28-19, 11-15, 25-14, 16-23)
Skallagrímur: Carlos Medlock 34, Páll Axel Vilbergsson 18/4 fráköst, Haminn Quaintance 15/8 fráköst, Davíð Ásgeirsson 5, Trausti Eiríksson 3/6 fráköst, Sigmar Egilsson 3, Orri Jónsson 1/6 fráköst/8 stoðsendingar, Birgir Þór Sverrisson 1.
ÍR: Hreggviður Magnússon 25/6 fráköst, Eric James Palm 20, Nemanja Sovic 13/6 fráköst, D'Andre Jordan Williams 9/5 fráköst, Þorvaldur Hauksson 2/10 fráköst, Hjalti Friðriksson 2/5 fráköst.
