Vettel vann í fjórða sinn í röð Birgir Þór Harðarson skrifar 28. október 2012 11:32 Sebastian Vettel þykir vænt um verðlaunagripina sína. Þessi gæti reynst honum mikilvægur í titilbaráttunni. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn ungi, Sebastian Vettel, sem ekur fyrir Red Bull í Formúlu 1 leiddi indverska kappaksturinn af ráspól og til enda í dag. Hann hefur nú 13 stiga forskot á Fernando Alonso um heimsmeistaratitilinn. Alonso ók Ferrari-bíl sínum í mark í öðru sæti á undan Mark Webber á hinum Red Bull-bílnum. Alonso gerði allt rétt í kappakstrinum en gat ekki gert atlögu að Vettel sem hafði komið sér upp góðu forskoti strax á fyrstu hringjunum. McLaren-ökumennirnir Lewis Hamilton og Jenson Button náðu ekki að skáka Red Bull eins og þeir höfðu lofað fyrir mótið í Indlandi. Hamilton reyndi að komast fram úr Webber í síðustu hringjunum en gat ekki þó KERS-kerfið væri bilað í bíl Webber. Hamilton lauk því mótinu í fjórða sæti á undan Felipe Massa á Ferrari. Kimi Raikkönen ók Lotus-bílnum í mark í sjötta sæti. Nico Hulkenberg á Force India lauk mótinu í áttunda sæti á undan Romain Grosjean hjá Lotus. "Mér líkar brautin hér mjög vel," sagði Vettel þegar hann var spurður hvort hann hefði einfaldlega hannað brautina sjálfur fyrir sig. Enginn hefur leitt mótið í Indlandi annar en Sebastian Vettel í þau tvö skipti sem kappaksturinn hefur verið haldinn. Martin Brundle benti Vettel þá á að hann hafi nú leitt fleiri hringi í röð í Formúlu 1 en Ayrton Senna gerði árið 1989. Gráti næst svaraði Vettel: "Það er geggjað. Við munum alltaf muna eftir Senna, ekki bara út af þessum metum heldur líka af því að hann var frábær manneskja." Síðasta stigasætið tók Bruno Senna á Williams. Hann var yfirvegaður í kappakstrinum og kláraði dæmið vel, langt á undan liðsfélaga sínum Pastor Maldonado sem lauk mótinu í sextánda sæti og hring á eftir. Mercedes-liðið vill að öllum líkindum gleyma þessari mótshelgi sem fyrst. Michael Schumacher ók utan í framvæng Jean-Eric Vergne í fyrstu beygju og sprengdi afturdekk. Schumacher lauk svo keppni snemma eftir að hafa brotið af sér í brautinni. Hann þarf að heimsækja dómarana nú eftir mótið. Nico Rosberg var í vandræðum líka og lauk mótinu aðeins í ellefta sæti. Þrjú mót eru eftir af heimsmeistarakeppninni. Næst verður keppt í Abú Dhabi 4. nóvember.Nr.ÖkuþórLið /VélHringirTími1Sebastian VettelRed Bull/Renault601:31'10.7442Fernando AlonsoFerrari60 3Mark WebberRed Bull/Renault60 4Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes60 5Jenson ButtonMcLaren/Mercedes60 6Felipe MassaFerrari60 7Kimi RäikkönenLotus/Renault60 8Nico HülkenbergForce India/Mercedes60 9Romain GrosjeanLotus/Renault60 10Bruno SennaWilliams/Renault60 11Nico RosbergMercedes60 12Paul Di RestaForce India/Mercedes60 13Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari60 14Kamui KobayashiSauber/Ferrari60 15Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari59 16Pastor MaldonadoWilliams/Renault59 17Vitaly PetrovCaterham/Renault59 18H.KovalainenCaterham/Renault59 19Charles PicMarussia/Cosworth59 20Timo GlockMarussia/Cosworth58 21N.KarthikeyanHRT/Cosworth58 22M.SchumacherMercedes55 Formúla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Heimsmeistarinn ungi, Sebastian Vettel, sem ekur fyrir Red Bull í Formúlu 1 leiddi indverska kappaksturinn af ráspól og til enda í dag. Hann hefur nú 13 stiga forskot á Fernando Alonso um heimsmeistaratitilinn. Alonso ók Ferrari-bíl sínum í mark í öðru sæti á undan Mark Webber á hinum Red Bull-bílnum. Alonso gerði allt rétt í kappakstrinum en gat ekki gert atlögu að Vettel sem hafði komið sér upp góðu forskoti strax á fyrstu hringjunum. McLaren-ökumennirnir Lewis Hamilton og Jenson Button náðu ekki að skáka Red Bull eins og þeir höfðu lofað fyrir mótið í Indlandi. Hamilton reyndi að komast fram úr Webber í síðustu hringjunum en gat ekki þó KERS-kerfið væri bilað í bíl Webber. Hamilton lauk því mótinu í fjórða sæti á undan Felipe Massa á Ferrari. Kimi Raikkönen ók Lotus-bílnum í mark í sjötta sæti. Nico Hulkenberg á Force India lauk mótinu í áttunda sæti á undan Romain Grosjean hjá Lotus. "Mér líkar brautin hér mjög vel," sagði Vettel þegar hann var spurður hvort hann hefði einfaldlega hannað brautina sjálfur fyrir sig. Enginn hefur leitt mótið í Indlandi annar en Sebastian Vettel í þau tvö skipti sem kappaksturinn hefur verið haldinn. Martin Brundle benti Vettel þá á að hann hafi nú leitt fleiri hringi í röð í Formúlu 1 en Ayrton Senna gerði árið 1989. Gráti næst svaraði Vettel: "Það er geggjað. Við munum alltaf muna eftir Senna, ekki bara út af þessum metum heldur líka af því að hann var frábær manneskja." Síðasta stigasætið tók Bruno Senna á Williams. Hann var yfirvegaður í kappakstrinum og kláraði dæmið vel, langt á undan liðsfélaga sínum Pastor Maldonado sem lauk mótinu í sextánda sæti og hring á eftir. Mercedes-liðið vill að öllum líkindum gleyma þessari mótshelgi sem fyrst. Michael Schumacher ók utan í framvæng Jean-Eric Vergne í fyrstu beygju og sprengdi afturdekk. Schumacher lauk svo keppni snemma eftir að hafa brotið af sér í brautinni. Hann þarf að heimsækja dómarana nú eftir mótið. Nico Rosberg var í vandræðum líka og lauk mótinu aðeins í ellefta sæti. Þrjú mót eru eftir af heimsmeistarakeppninni. Næst verður keppt í Abú Dhabi 4. nóvember.Nr.ÖkuþórLið /VélHringirTími1Sebastian VettelRed Bull/Renault601:31'10.7442Fernando AlonsoFerrari60 3Mark WebberRed Bull/Renault60 4Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes60 5Jenson ButtonMcLaren/Mercedes60 6Felipe MassaFerrari60 7Kimi RäikkönenLotus/Renault60 8Nico HülkenbergForce India/Mercedes60 9Romain GrosjeanLotus/Renault60 10Bruno SennaWilliams/Renault60 11Nico RosbergMercedes60 12Paul Di RestaForce India/Mercedes60 13Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari60 14Kamui KobayashiSauber/Ferrari60 15Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari59 16Pastor MaldonadoWilliams/Renault59 17Vitaly PetrovCaterham/Renault59 18H.KovalainenCaterham/Renault59 19Charles PicMarussia/Cosworth59 20Timo GlockMarussia/Cosworth58 21N.KarthikeyanHRT/Cosworth58 22M.SchumacherMercedes55
Formúla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira