Nýjasta James Bond myndin Skyfall setti aðsóknarmet í Bretlandi þegar hún var frumsýnd um helgina. Raunar var myndin sú aðsóknarmesta í öllum þeim 25 löndum þar sem hún var sýnd.
Þetta kemur fram á vefsíðunni Deadline Hollywood. Þar segir að samanlagðar tekjur Skyfall um helgina hafi numið nærri 10 milljöðrum króna. Hátt í helmingurinn af þessum tekjum kom á Bretlandseyjum.
Skyfall átti því bestu frumsýningarhelgi tvívíddarmynda í sögunni á Bretlandseyjum. Hinsvegar á síðasta Harry Potter myndin enn heildarmetið en sú mynd er í þrívídd.
Skyfall setti aðsóknarmet á Bretlandseyjum

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent


Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent


Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent